Starfsreglur fagnefnda SAF

Samkvæmt lögum SAF eru eftirtaldar fagnefndir starfandi:

  • Flugnefnd
  • Veitinganefnd
  • Gististaðanefnd
  • Ferðaskrifstofunefnd
  • Bílaleigunefnd
  • Hópbifreiðanefnd
  • Afþreyingarnefnd
  • Siglinganefnd

Í hverja nefnd eru skv. lögum SAF kosnir fimm félagsmenn (stjórnendur) og tveir til vara sem taka við ef einhver hættir. Fulltrúar í fagnefndum eru kosnir sem einstaklingar en ekki fulltrúar þeirra fyrirtækja sem þeir starfa hjá. Formaður í fagnefnd er ekki í stéttarfélagi.

Fagnefndir skulu fjalla um hagsmunamál sinnar greinar og vera stjórn samtakanna til ráðuneytis.

Boða skal til fagnefndafunda með sannarlegum hætti og skal starfsmaður SAF sjá um boðun sem og ritun fundargerðar. Fagnefndarfundur er aldrei haldinn án þátttöku starfsmanns samtakanna.

Í upphafi hvers starfsárs skal nefnd velja sér formann. Hlutverk formanns er að stýra fagnefndarfundum og koma fram fyrir hönd nefndar gagnvart skrifstofu og stjórn SAF.

Fagnefnd ber ábyrgð á starfi nefndarinnar og eru starfsmenn SAF starfsmenn hennar.

Fagnefndir geta sjálfar tekið til umfjöllunar hvaða mál sem er, auk þess sem stjórn SAF getur beint málum til fagnefnda til umfjöllunar.

Einstaklingar í fagnefndum hafa ekki heimild til að skuldbinda samtökin né koma opinberlega fram fyrir hönd þeirra en geta beint málum til stjórnar samtakanna. Fagnefnd getur ekki sent frá sér ályktun né annað nema í samvinnu við stjórn SAF.

Formaður í fagnefnd getur tjáð sig opinberlega í nafni nefndarinnar og um málefni nefnda aðeins og ef það er í fullu samráði og með leyfi SAF.

Fagnefndir geta haldið félagsfundi fyrir viðkomandi starfsgrein í samráði við skrifstofu SAF. Starfsmaður samtakanna skal þó ávallt sitja á slíkum fundi.

Fundargerðir fagnefnda eru lagðar fyrir stjórn SAF.

Í lok hvers starfsárs skal nefnd meta störf sín og skila stuttu yfirliti um stöðu verkefna til nýrra nefndarmanna og stjórnar.

Fagnefndarmaður hefur kynnt sér sérstaklega bæði leiðbeiningar fyrir fundi á vegum SAF og reglur fagnefnda SAF sem og inntak þeirra samkeppnislaga sem um starfsemina gilda og heitir að starfa eftir þeim.

Fulltrúar í fagnefndum heita því að vinna að fullum heilindum og trúnaði fyrir samtökin.

Starfsreglur þessar eru samþykktar af stjórn og undirritaðar af fagnefndarmönnum.

Með undirritun er það staðfest að ofanritaðar reglur hafa verið yfirfarnar og samþykktar af öllum nefndarmönnum afþreyingarnefndar.