Skilmálar

SKILMÁLAR NÝSKRÁNINGAR OG AÐILDAR AÐ SAF

Smelltu hér til að kynna þér persónuverndarstefnu SAF

 Almennt

Þessi vefsíða er í eigu og umsjá SAF – Samtaka ferðaþjónustunnar, kt. 550269-6359, Borgartúni 35, 105 Reykjavík, Íslandi. Samtökin verða hér eftir skammstöfuð SAF.

SAF eru skráð í fyrirtækjaskrá RSK og um rekstur og starfsemi þeirra fer samkvæmt landslögum og lögum SAF sem finna má á vefsíðunni: https://www.saf.is/log/.

VINSAMLEGAST LESTU ÞESSA SKILMÁLA VANDLEGA ÁÐUR EN ÞÚ NOTAR STAÐFESTIR NÝSKRÁNINGU OG AÐILD ÞÍNA AÐ SAF. SKILMÁLAR ÞESSIR GILDA UM NOTKUN ÞÍNA Á VEFSÍÐU SAF OG ÖLL SAMSKIPTI ÞÍN VIÐ SAF Í TENGSLUM VIÐ NOTKUNINA.

Gildissvið

Skilmálarnir eiga við um nýskráningu á vefsíðu SAF, alla notkun á henni, innri síðum hennar og þeim breytingum og viðbótum sem SAF gera á síðunni. Að auki eiga skilmálarnir við um aðrar síður eða forrit sem SAF kann að starfrækja eða bjóða upp á í tengslum við vefsíðuna að því leyti sem annað er ekki sérstaklega tekið fram. Skilmálarnir eiga jafnframt við um aðild að SAF.

Skilmálarnir gilda um allar upplýsingar sem koma fram á vefsíðunni en einnig þær sem þú veitir SAF við notkun síðunnar.

Orðskýringar

Með orðinu skilmálar er átt við þessa skilmála nýskráningar og aðildar að SAF.

Með orðinu þú í skilmálunum er átt við sérhvern notanda heimasíðu SAF.

Með orðinu landslögum er átt við íslensk lög í víðtækum skilningi, þ. á m. lög sem fengið hafa lagagildi á Alþingi, stjórnvaldsfyrirmæli, opinberar leiðbeiningar, viðskiptavenjur, venjur og hefðir sem gilda um skilmála sem þessa og notkun vefsíðna og efnis þeirra að öðru leyti.

Með orðinu upplýsingar er átt við allt efnisinnihald vefsíðunnar, forritunarkóða, myndefni og upplýsingar sem þú veitir í tengslum við notkun þína á síðunni, þ. á m. þær upplýsingar sem þú veitir um þig við innskráningu eða aðra upplýsingagjöf í tengslum við notkun síðunnar. Eftir atvikum ná upplýsingar til persónuupplýsinga skv. 2. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2018.

Með orðinu vinnsla er átt við sérhverja vinnslu upplýsinga, þ.m.t. vinnslu í skilningi 4. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2018.

Markmið upplýsingaöflunar SAF

Þegar þú notar vefsíðu SAF safna samtökin upplýsingum til nota við:

  1. Greiningu á notkun og eiginleikum vefsíðunnar,
  2. að koma upplýsingum á framfæri við notendur í samræmi við áætlaðar þarfir þeirra, og
  3. markaðssetningu samtakanna gagnvart notendum og öðrum.

SAF fer án undantekninga eftir ákvæðum laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018. Á eftirfarandi slóð finnur þú persónuverndarstefnu SAF: https://www.saf.is/personuverndarstefna/.

SAF vinna ekki með viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi c-liðar 3. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 90/2018.

Umfang upplýsingaöflunar

Á vefsíðu SAF eru notuð fótspor (e. cookies) í þeim tilgangi að bæta notendaupplifun viðskiptavina. Hér að neðan eru nánari upplýsingar um hvað fótspor eru, hvernig þau eru notuð og hvað þau innihalda.

Fótspor eru litlar textaskrár sem vefsvæði geyma í vafra á tölvunni og/eða því snjalltæki sem notandinn kýs að nota. Textaskráin geymir kjörstillingar notandans og greinir notkun með það að markmiði að bæta notendaupplifun. Fótspor innihalda texta, númer og/eða upplýsingar eins og dagsetningar til að geta aðlagað upplifun að t.d. stýrikerfi, búnaði, staðsetningu notenda og fleira.

Veflausn SAF nýtir fótspor sem koma frá þjónustuaðila okkar eins og Google Analytics. Google Analytics er vefmælingartól sem gerir SAF kleift að fylgjast með umferð á veflausn sinni og hvaða hluta hennar notendur kjósa að skoða frekar en aðra. Upplýsingarnar eru notaðar til þess að þróa og bæta þjónustu og til að aðlaga veflausnina að þörfum notenda. SAF deilir ekki persónuupplýsingum notenda vefsíðunnar með þriðja aðila.

SAF kann að vinna með persónuupplýsingar eins og nöfn og netföng þegar við sendum viðskiptavinum okkar fréttir, upplýsingar eða markpóst. Slík vinnsla byggir á samþykki þínu sem þú getur ávallt afturkallað sbr. a. liður 1. mgr. 6. gr. pvrg.

Þjónustuaðilar SAF munu ekki tengja IP-tölur tölva notenda síðunnar við aðrar upplýsingar. Allar upplýsingar sem eru slegnar inn á síðuna, t.d. tölvupóstfang, símanúmer, nafn o.fl. munu ekki verða seldar, þeim dreift eða deilt með öðrum en vinnsluaðila.

Ef þú hefur frekari spurningar varðandi greiningu á upplýsingum vinsamlegast hafið samband við SAF í síma 591-0000 eða með því að senda tölvupóst á tölvupóstfangið saf@saf.is. Þar sem starfsmenn SAF eru fáir getur liðið nokkur tími þar til tæknilegum spurningum verður svarað með fullnægjandi hætti en við gerum auðvitað okkar besta.

Samþykki þitt

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF skuldbindur þú þig til að hlíta skilmálunum og samþykkir að fara í öllu og einu eftir ákvæðum þeirra og viðeigandi landslaga. Þú staðfestir jafnframt að samþykki þitt sé óþvingað og það feli í sér sértæka, upplýsta og ótvíræða viljayfirlýsingu þína um að þú samþykkir vinnslu persónuupplýsinga um sjálfan þig eftir því sem það reynist nauðsynlegt vegna notkunar þinnar á vefsíðunni.

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF staðfestirðu að þú ert meðvitaður um að SAF getur samið við vinnsluaðila í skilningi 7. tölul. 3. gr. laga nr. 90/2018 um að sjá um vinnslu upplýsinga á ábyrgð SAF.

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF veitir þú samþykki við því að SAF sendi þér á einu eða öðru formi upplýsingar sem snúa að málefnum ferðaþjónustunnar. Upplýsingagjöfin getur t.d. verið í formi mark- og upplýsingapósta sem sendir eru á tölvupóstfangið þitt, auglýsinga sem eru birtar á samfélagsmiðlum, SMS- eða MMS-skeytum í símann þinn eða önnur rafræn skilaboð send með hverjum þeim aðferðum sem tíðkaðar eru við rafræna markaðssetningu eða upplýsingagjöf.

Ef þú kýst að samþykkja ekki þessa skilmála, aðra skilmála eða skjöl sem tengjast vefsíðunni og/eða skilyrði og takmarkanir sem þér verður gerð grein fyrir þegar þú notar vefsíðuna getur SAF ekki heimilað þér að nota hana.

Vernd hugverka

Allar upplýsingar, gögn og efni (hér eftir nefnd einu nafni upplýsingar) sem sett er fram á vefsíðunni, þar með talin nöfn, vörumerki og uppsetning vefsíðunnar; eru háð höfundarrétti, vörumerkjavernd, vernd upplýsingasafna og öðrum reglum um vernd á hugverkum. Þú mátt aðeins nota upplýsingarnar sjálfur en ekki selja þær áfram eða hagnast á afhendingu þeirra eða annarri hagnýtingu. Önnur leyfislaus notkun á upplýsingum óleyfileg og brýtur í bága við skilmálana og eftir atvikum lagaákvæði um hugverkavernd. Í tilefni af slíkum brotum áskilja SAF sér fullan rétt til þess að leita réttar síns fyrir dómstólum eða með öðrum lögmætum hætti án þess að áform um slíkt verði tilkynnt þér sérstaklega.

Öryggi

Vefsíðan er gerð og birt í þeim tilgangi að þú getir notað hana í eigin þágu og því ert þú ábyrg/ur fyrir því að varðveita þær upplýsingar sem þú slærð inn á vefsíðuna, t.d. nafn, netfang, símanúmer eða aðrar persónulegar upplýsingar.

Teljir þú af einhverjum ástæðum hættu á að óviðkomandi aðilar hafi að óviðkomandi aðilar hafi tök á að nýta aðgang þinn að vefsíðunni, t.d. þar sem þú hefur mislagt eða týnt skráningarupplýsingunum, verið rænd/ur eða viðlíka, ber þér án tafar breyta viðkomandi upplýsingum og ráðast í aðrar þær aðgerðir sem þú hefur tök á. Undir slíkum aðstæðum ber þér jafnframt að upplýsa SAF um að aðgangur þinn sé eða kunni að vera undir hættu á misnotkun.

Breytingar á notkunarskilmálum

SAF áskilur sér fullan rétt til að breyta skilmálunum hvenær sem er. Áframahaldandi notkun þín á síðunni og aðgangur verður háður því að þú samþykkir breytta skilmála.

Hlekkir á aðrar vefsíður

Á vefsíðunni kann að vera að finna hlekki á aðrar vefsíður. SAF hvorki stjórnar né getur breytt upplýsingum eða innihaldi slíkra síðna. Notkun þín á slíkum síðum er alfarið á þína eigin ábyrgð.

Fyrirvari

Upplýsingarnar og þjónustan sem SAF birtir og veitir á og í gegnum vefsíðuna geta reynst rangar eða misvísandi m.a. vegna innsláttar- eða staðreyndavilla og úreltra upplýsinga. Upplýsingarnar birtast eins og þær eru án ábyrgðar SAF.

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF staðfestirðu að þú munir ekki valda beinum eða óbeinum skaða vegna notkunar á vefsíðunni eða innihalds hennar. Í því felst m.a. að þú mátt ekki verða þess valdur að upplýsingar á síðunni hverfi eða verði á nokkurn hátt breyttar eða rangar.

Skaðleysi

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF samþykkir þú að SAF verði skaðlaust af kröfum, útgjöldum og skemmdum sem koma upp vegna notkunar þinnar á vefsíðunni.

Skilmálar missa gildi sitt að hluta

Komi til þess að einhver hluti skilmálanna missi gildi sitt, t.d. í ljósi niðurstöðu opinbers úrskurðaraðila eða dómstóla, eða ef þeir verða óframkvæmanlegir af öðrum orsökum gilda skilmálarnir að öðru leyti um notkun þína á vefsíðunni.

Gildandi lög, tungumál og lögsaga

Með staðfestingu nýskráningar eða aðild að SAF samþykkir þú efni skilmálanna og sættir þig við að hverjar þær aðgerðir sem SAF kann að þurfa að grípa til vegna brota gegn þeim.

Leyst verður úr öllum ágreiningi um skilmálana í samræmi við landslög.

SAF áskilur sér rétt til að leita lögmætra leiða til að rétt hlut sinn gagnvart hverjum þeim sem brýtur gegn skilmálunum hvort sem þeir eru staðsettir á Íslandi eða annarsstaðar.