Stefna um samfélagsábyrgð

Í starfi sínu stuðlar SAF að sjálfbærri nýtingu auðlinda og hvetur starfsmenn sína, aðildarfyrirtæki og aðra hagaðila til að hafa samfélagsábyrgð, umhverfismál og ábyrga stjórnarhætti að leiðarljósi í allri sinni starfsemi. Með áherslu á að:

  • ganga vel um og virða náttúru og umhverfi.
  • vinna að jákvæðum áhrifum starfseminnar á umhverfi og samfélag.
  • draga úr umhverfisáhrifum m.a. losun gróðurhúsalofttegunda.
  • fræða starfsfólk og gesti um samfélagsábyrgð.
  • sýna ábyrgð og virðingu gagnvart starfsfólki m.a. með því að virða réttindi og stuðla að öryggi og jafnræði á vinnustað.
  • stuðla að fyrirmyndar upplifun viðskiptavina m.a. með því að hafa öryggi gesta að leiðarljósi.
  • vera virk og sýnileg í umfjöllun um umhverfis og samfélagsmál.
  • fyrirtæki setji sér markmið tengd samfélagsábyrgð og birti þau opinberlega.
Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.

Umhverfisstefna Samtaka ferðaþjónustunnar var fyrst unnin af umhverfisnefnd samtakanna og staðfest af stjórn SAF árið 2000. Stefnunni var breytt úr Umhverfisstefnu í Stefnu um samfélagsábyrgð í febrúar 2020 og var síðast uppfærð af nefnd um samfélagsábyrgð og samþykkt af stjórn samtakanna í mars 2020.