Jafnvægisás ferðamála

Jafnvægisás ferðamála er stjórntæki til að meta reglulega áhrif ferðaþjónustu á umhverfi, innviði, samfélag og efnahag landsins. Því er ætlað að nýtast við mótun framtíðarstefnu Íslands sem áfangastaðar, og ákvarðanatöku vegna stefnumarkandi aðgerða, með það að leiðarljósi að stuðla að jafnvægi og sjálfbærri þróun atvinnugreinarinnar til lengri tíma.

Jafnvægisásinn byggir á rúmlega sextíu skilgreindum sjálfbærnivísum sem flokkaðir eru í fjóra yfirflokka, þjóðhagslegar stærðir, innviði, stoðþjónustu og samfélag. Smellið á tenglana hér að neðan til að skoða nánari upplýsingar um hvern þessara flokka og undirþátta þeirra.