Stjórnarmenn fóstra fagnefndir

Á vettvangi Samtaka ferðaþjónustunnar á sér stað öflugt grasrótarstarf hjá fagnefndum samtakanna. Samhliða aðalfundi SAF er kosið í 7 fagnefndir ásamt því að stjórn samtakanna skipar árlega sérstaka umhverfisnefnd og siglinganefnd en á næsta aðalfundi verður kosið í siglinganefnd samhliða öðrum nefndum samtakanna. Til að styrkja tengingu á milli stjórnar SAF og fagnefndanna hafa stjórnarmenn tekið að sér að „fóstra“ nefndirnar.

Hlutverk fóstra er að tryggja greið upplýsingaskipti á milli stjórnar og fagnefndar SAF og stuðla þannig að greiðum samskiptum þessara aðila. Fóstra ber þannig að kynna fyrir stjórn öll gögn og upplýsingar um sem nefndin telur þörf á að stjórn hafi vitneskju um eða taki til umfjöllunar. Þá skal fóstri tryggja að ályktanir fagnefnda til stjórnar verði teknar til umræðu á vettvangi stjórnar eins fljótt og unnt er og að sama skapi halda fagnefndum upplýstum og framgang þeirra mála innan stjórnar.

  • Starfsreglur fóstra fyrir fagnefndir innan SAF má finna HÉR.

Á fundi stjórnar SAF 2. apríl s.l. var ákveðið að fóstrar fagnefnda starfsárið 2019-2020 verði sem hér segir:

  • Flugnefnd og umhverfisnefnd – Ásdís Ýr Pétursdóttir
  • Gististaðanefnd og siglinganefnd – Ingibjörg Ólafsdóttir, varaformaður
  • Ferðaskrifstofunefnd – Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður
  • Hópbifreiðanefnd – Björn Ragnarsson
  • Veitinganefnd – Jakob Einar Jakobsson
  • Bílaleigunefnd – Ívar Ingimarsson
  • Afþreyingarnefnd – Ólöf R. Einarsdóttir