Svarbréf vegna atvinnuumsókna

Nokkuð hefur borið á umkvörtunum yfir því að atvinnurekendur svari ekki starfsumsóknum sem þeim berast. Atvinnuleysi hefur aukist verulega í kjölfar kreppunnar hér á landi og fjöldi atvinnuleitenda sem sækir um störf í hverjum mánuði hefur aukist stórlega. Almennt séð teljum við að fyrirtæki gætu staðið sig betur í að svara umsóknum umsækjenda og viljum við hvetja alla okkar félagsmenn til að huga vel að því að fólki sé sýnd sú sjálfsagða kurteisi að umsóknum sé svarað. Þegar fátt er um svör við starfsumsóknum er það síst til þess fallið að auka sjálfstraust þeirra sem eiga við atvinnuleysi að stríða og viljum við því hvetja þá sem hugsanlega hafa ekki sinnt þessum þætti nægilega vel að gera þar bragarbót á.

Sjá drög að svarbréfi sem nýta mætti í þessum tilgangi hér.