Samkvæmt lögum SAF er aðalfundur æðsta vald í málefnum samtakanna og skal hann haldinn á tímabilinu 15. febrúar til 30. apríl ár hvert. Stjórn SAF skal boða aðalfund skriflega með minnst 14 daga fyrirvara. Dagskrá aðalfundar skal fylgja fundarboði. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2021 fór fram með rafrænum hætti fimmtudaginn 29. apríl.
Á dagskrá fundarins voru hefðbundin aðalfundarstörf. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður SAF, flutti ávarp ásamt því að ársskýrsla samtakanna fyrir árið 2020 var kynnt. Rétt er að hvetja félagsmenn til að kynna sér ársskýrsluna sem er bæði ítarleg og fróðleg.
Í aðdraganda aðalfundar fór fram rafræn kosning meðal félagsmanna um 3 meðstjórnendur í stjórn SAF til næstu tveggja ára. Jakob Einar Jakobsson, framkvæmdastjóri veitingahússins Jómfrúarinnar, Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samskipta og samfélagsábyrgðar Icelandair og Birgir Guðmundsson, hótelstjóri Icelandair Hotel Reykjavík Marina, hlutu kjör í stjórn SAF til næstu tveggja ára.
Á fundinum var samþykkt tillaga stjórnar SAF um að félagsgjald SAF 2021 – 2022 verði reiknað sem 60% af félagsgjaldi ársins 2020.
Þá voru veitt verðlaun fyrir framúrskarandi lokaritgerðir um ferðamál á Íslandi. Var þetta í 16. skipti sem SAF og Rannsóknarmiðstöð ferðamála veita nemendum í grunn- og framhaldsnámi verðlaun fyrir rannsóknir í ferðamálum.
Hér má nálgast allar upplýsingar um aðalfund SAF 2021:
Rafrænn aðalfundur SAF 2020 // Miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00
Þar sem enn verða hömlur á samkomum í maí hefur stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar ákveðið að áður boðaður aðalfundur og fundir faghópa samtakanna verði rafrænir.
Aðalfundur SAF fer fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM miðvikudaginn 6. maí kl. 14.00. Fundir faghópa SAF fara fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM dagana 27. – 29. apríl.
Kosningar til formanns og stjórnar SAF verða einnig rafrænar og standa í vikutíma í aðdraganda aðalfundar, eða dagana 29. apríl til 5. maí.
Félagsmenn í Samtökum ferðaþjónustunnar eru hvattir til að taka dagana frá!
Kynning á frambjóðendum til stjórnar SAF starfsárin 2020 – 2022
Frambjóðendur til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar á aðalfundi 2020.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar og formanns SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Framboðsfrestur rann út miðvikudaginn 29. apríl og skiluðu 6 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Eitt framboð barst í formannsembætti SAF og er Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður samtakanna, því sjálfkjörin.
Hægt er að kynna sér frambjóðendur betur með því að smella á hlekkina hér að ofan.
Í fyrsta skipti í sögu SAF fara kosningar á aðalfundi fram með rafrænum hætti. Fyrirtækið Könnuður ehf. annast kosninguna fyrir hönd SAF, en hún fer fram í gegnum Þínar síður Húss atvinnulífsins. Félagsmenn í SAF hafa fengið upplýsingar sendar um kosningarnar sem standa til kl. 14.15 miðvikudaginn 6. maí.
Kjósa skal þrjá frambjóðendur – hvorki fleiri né færri.
Dagskrá aðalfundar skv. lögum SAF
Kjör fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar fyrir liðið starfsár
Ársreikningur liðins starfsárs
Lagabreytingar
Ákvörðun um árgjald
Kosningar: a. kosning formanns b. kosning meðstjórnenda * c. kosning löggilts endurskoðanda
Önnur mál
* Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Nánari upplýsingar um aðalfundinn og útfærslu hans verða kynntar er nær dregur.
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.
Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2020 – 2022. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Að þessu sinni er formaður og 3 meðstjórnendur í kjöri. Þeir tveir frambjóðendur til stjórnar sem ekki hljóta kosningu, en næstir koma þeim sem ná kjöri, teljast varamenn í stjórn til eins árs fram að næsta aðalfundi.
Upphaflega var aðalfundur SAF boðaður 19. mars sl. en var frestað til 6. maí nk.. Í samræmi við ákvæði 7. mgr. 10. gr. laga SAF færist þannig framboðsfrestur til stjórnar SAF til 22. apríl, eða 14 dögum fyrir aðalfundardagsetningu. Þau framboð sem þegar hafa borist í stjórn og fagnefndir SAF halda fullu gildi nema félagsmaður dragi framboð sitt til baka.
Framboð til embætta formanns og meðstjórnenda skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 22. apríl 2020.
Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.
Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða miðvikudaginn 29. apríl 2020. Í kjölfarið hefjast rafrænar kosningar til formanns og stjórnar SAF.
Rafrænar kosningar í aðdraganda aðalfundar
Þeir félagsmenn sem fara með atkvæði sinna fyrirtækja geta kosið í gegnum Þínar síður (www.atvinnulif.is) í vikutíma í aðdraganda aðalfundar, eða dagana 29. apríl til 5. maí. Við hvetjum þá félagsmenn sem ekki hafa virkjað aðgang sinn að Þínum síðum til að gera það sem fyrst. Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna munu liggja fyrir á næstu dögum.
Framboð í fagnefndir
Á fundum faghópa sem fram fara með rafrænum hætti dagana 27. – 29. apríl eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2020 – 2021. Fundir faghópa fara fram í gegnum fjarfundarbúnaðinn ZOOM. Nánari upplýsingar um fundi faghópa og útfærslu þeirra verða kynntar er nær dregur.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd fyrir lok dags fimmtudaginn 23. apríl 2020.
Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu.
Framboðum skal skila rafrænt með því að smella HÉR.
Framlagning ársreikninga
Endurskoðaðir ársreikningar Samtaka ferðaþjónustunnar munu liggja fyrir á skrifstofu samtakanna í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, viku fyrir aðalfund.
Lagabreytingar
Engar lagabreytingar frá stjórn SAF liggja fyrir fundinum.
Tillaga um félagsgjald
Fyrir aðalfundinum liggur tillaga að óbreyttum félagsgjöldum í SAF frá stjórn samtakanna.
Nánari upplýsingar
Allar nánari upplýsingar um aðalfund og fundi faghópa SAF er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is eða í síma 899-2200.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 14. mars á Fosshótel Húsavík. Allar nánari upplýsingar um fundinn er að finna HÉR.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna. Kjörnefnd hefur þegar auglýst eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2019 – 2021.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri. Stjórnarmaður sem kjörinn var til tveggja ára á síðasta aðalfundi hætti störfum á árinu, því eru 4 meðstjórnendur í kjöri á aðalfundinum. Þá verður ekki um formannskjör að ræða þar sem á síðasta aðalfundi SAF var formaður kjörinn til tveggja ára.
Framboðsfrestur rann út fimmtudaginn 7. mars og skiluðu 7 aðilar inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárið 2019-2021. Á aðalfundinum skal kjósa 4 frambjóðendur.
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í afþreyinganefnd
Bílaleigur
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Þorsteinn Þorgeirsson, formaður bílaleigunefndar 10.15 // Hvers virði er bílaleigubíll fyrir dreifðari byggðir og hvað þarf til að geta hlaðið fjölda rafbílaleigubíla á landsbyggðinni?
Sigurður Ástgeirsson, framkvæmdastjóri Ísorku
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í bílaleigunefnd
Ferðaskrifstofur
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Ásberg Jónsson, formaður ferðaskrifstofunefndar 10.15 // Hver eru áhrif nýrrar pakkaferðalöggjafar og reglugerðar á ferðaskrifstofur?
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í ferðaskrifstofunefnd
Flugfélög (Fundur á Gamla Bauk)
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Herdís Anna Þorvaldsdóttir, formaður flugnefndar 10.15 // Hver er framtíð innanlandsflugs á Íslandi?
Sérstakur gestur fundarins:
Njáll Trausti Friðbertsson, alþingismaður
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í flugnefnd
Gististaðir
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Birgir Guðmundsson, formaður gististaðanefndar 10.15 // Hver eru áhrif nýrrar pakkaferðalöggjafar og reglugerðar á gististaði?
Helena Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu og umhverfissviðs Ferðamálastofu
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í gististaðanefnd
Hópbifreiðafyrirtæki
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Rúnar Garðarsson, formaður hópbifreiðanefndar 10.15 // Leysa veggjöld og bílastæðagjöld?
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning i hópbifreiðanefnd
Veitingastaðir
10.00 // Verkefni síðasta starfsárs: Þráinn Lárusson, formaður veitinganefndar 10.15 // Hvaða áhrif getur innflutningur á fersku kjöti haft á veitingahús?
Þráinn Lárusson, formaður veitinganefndar SAF
11.00 // Almennar umræður, ályktanir og kosning í veitinganefnd
—
Framboð í fagnefndir
Á fundi faghópa fimmtudaginn 14. mars eru kosnar fagnefndir fyrir starfsárið 2019 – 2020.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd a.m.k. þremur dögum fyrir aðalfund, eða fyrir lok dags mánudaginn 11. mars 2019.
Við hvetjum stjórnendur í ferðaþjónustu til að gefa kost á sér í fagnefndir. Þær eru mjög mikilvægar í grasrótarstarfinu.
Framboðum skal skila rafrænt með því að smella á hnappinn hér að neðan.
Standard eins manns herbergi: 13.650 kr. nóttin (14/3/2019)
Tveggja manna herbergi: 15.900 kr. nóttin (14/3/2019)
Fyrir aukanótt (13/3/2019) greiðast: 12.000 kr. ásamt 15% afslætti af matseðli hótelsins.
Innifalið: Morgunverðarhlaðborð, 11% VSK og 111 kr. gistináttaskattur, netaðgangur (WIFI)
Íslandshótel bjóða upp á tilboðskóða SAF19 á bókunarvél hótelsins.
Afbókunarskilmálar einstaklinga sem bóka sig á aðalfund SAF 2019 eru 100% afbókunargjald af dvölinni 0-2 daga fyrir komu, 50% 3-7 daga fyrir komu, en gjaldlaust ef afbókað er með meira en 8 daga fyrirvara.
Hér er hægt að bóka flug með Flugfélaginu Erni á aðalfund Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fer á Húsavík fimmtudaginn 14. mars 2019.
Flugbókanir og greiðsla fara í gegnum Samtök ferðaþjónustunnar. Reikningar verða sendir vegna flugbókana.
Í boði eru eftirfarandi brottfarir:
Reykjavík – Húsavík
Miðvikudaginn 13. mars kl. 15:55
Fimmtudaginn 14. mars kl. 08:05
Húsavík – Reykjavík
Föstudaginn 15. mars kl. 09:20
Föstudaginn 15. mars kl. 17:05
Verð á fluglegg er 21.440 kr., en SAF býður félagsmönnum sínum flug fram og til baka á 39.900 kr. ef bókað er fyrir kl. 16.00 fimmtudaginn 7. mars 2019.
Takmarkað sætaframboð er í boði. Reglan fyrstur kemur fyrstur fær er í gildi. Athugið að mæting í flug er amk. 30 mínútum fyrir auglýstan brottfarartíma.
Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Skapta Erni Ólafssyni, upplýsingafulltrúa SAF, í gegnum netfangið skapti@saf.is
Endurskoðaðir ársreikningar Samtaka ferðaþjónustunnar munu liggja fyrir á skrifstofu samtakanna í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35 í Reykjavík, viku fyrir aðalfund.
Lagabreytingar
Fyrir aðalfundinum liggja tillögur að lagabreytingum frá stjórn SAF, en þær er hægt að nálgast þær HÉR.
Tillaga um félagsgjald
Fyrir aðalfundinum liggja fyrir tillögur að breytingum á félagsgjöldum í SAF frá stjórn samtakanna, en þær er hægt að nálgast HÉR.
Umboð
Forsvarsmenn fyrirtækja fara með atkvæði á aðalfundi SAF. Þeir forsvarsmenn sem ekki hafa tök á að sækja aðalfundinn geta útbúið umboð fyrir þá sem fara með atkvæði fyrir þeirra hönd á fundinum. Umboð skal berast rafrænt á netfangið saf@saf.is fyrir lok dags, mánudaginn 11. mars.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 16. mars í Hörpu í Reykjavík. Fagnefndarfundir fara fram daginn áður, eða miðvikudaginn 15. mars, á Hilton Reykjavík Nordica.
Hér að neðan er að finna dagskrá fundanna ásamt öllum helstu upplýsingum.
Eru félagsmenn hvattir til að taka dagana frá og taka þátt í fundarstörfum.
AÐALFUNDUR SAF 2017 // FERÐAÞJÓNUSTUDAGURINN 2017
Landinn kallar – skipulag í sátt við samfélag
Miðvikudaginn 15. mars // Hilton Reykjavík Nordica
Fundarstjóri verður Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlamaður, sem jafnframt stýrir umræðum.
19.00 Fordrykkur í Hörpu
20.00 Hátíðarkvöldverður, skemmtun og dans! // Skráning fer fram HÉR.
Boðið verður upp á hátíðarkvöldverð og skemmtidagskrá á heimsmælikvarða ásamt því að blásið verður til dansleiks.
Það er því um að gera að byrja að pússa dansskóna, en nánari dagskrá verður send út er nær dregur.
Atriði varðandi aðalfund:
Stjórnarkjör
Sex aðilar hafa skilað inn framboði í stjórn SAF fyrir starfsárið 2017-2018. Á aðalfundinum skal kjósa 6 frambjóðendur – hvorki fleiri né færri. Upplýsingar um þá sem hafa skilað inn framboði má finna HÉR.
Framboðsfrestur rennur út viku fyrir aðalfund, eða 10.00 fimmtudaginn 9. mars. Framboð skal senda á netfangið saf@saf.is eða með því að hafa samband við kjörnefndarmenn.
Á fundum faghópanna eru kosnar fagnefndir til eins árs.
Eftirfarandi regla gildir: Félagsmenn, sem óska eftir að taka sæti í fagnefnd, eru beðnir að skila inn framboði í fagnefnd a.m.k. tveimur dögum fyrir aðalfund, eða 13. mars 2016.
Framboðum skal skila rafrænt með því að smella HÉR.
Umboð
Forsvarsmenn fyrirtækja fara með atkvæði á aðalfundi SAF. Þeir forsvarsmenn sem ekki hafa tök á að sækja aðalfundinn geta útbúið umboð fyrir þá sem fara með atkvæði fyrir þeirra hönd á fundinum. Umboð skal berast rafrænt á netfangið saf@saf.is fyrir lok dags, þriðjudaginn 14. mars.
Framlagning ársreikninga SAF
Endurskoðaðir ársreikningar samtakanna liggja fyrir á skrifstofu SAF.
Markaðstorg
Á meðan fundir standa verður sett upp markaðstorg þar sem fyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu.
Eru félagsmenn hvattir til að líta við og taka spjallið við sýnendur.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar og Ferðaþjónustudagurinn 2016 fóru fram á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016.
Stjórn SAF starfsárið 2016-2017
Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016 var Grímur Sæmundsen endurkjörinn formaður samtakanna til næstu tveggja ára. Á fundinum var jafnframt kjörið í stjórn samtakanna fyrir starfsárið 2016-2017.
Eftirtaldir einstaklingar skipa stjórnina:
Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, formaður
Rannveig Grétarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hvalaskoðunar Reykjavíkur (Eldingar)
Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Gray Line Iceland
Pétur Þ. Óskarsson, framkvæmdastjóri Samskiptasviðs Icelandair Group
Eva María Þórarinsdóttir Lange, framkvæmdastjóri Pink Iceland
Ásberg Jónsson, stofnandi og stjórnarformaður Nordic Visitor
„Ferðaþjónustan knýr áfram hjól atvinnulífsins með nýjum störfum, fjárfestingu og gjaldeyrissköpun.“
– ræða Gríms Sæmundsen, formanns SAF
Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, fluttu öfluga ræðu á Ferðaþjónustudeginum 2016.
Í máli Gríms kom m.a. fram að allt íslenskt atvinnulíf sé nú að njóta góðs af vexti ferðaþjónustunnar hvort sem það eru símafyrirtæki, greiðslukortafyrirtæki, olíufélög, verslanir eða innflutningsaðilar eins og t.d. bílainnflytjendur, byggingariðnaður eða matvælaiðnaður.
„Ferðaþjónustan knýr áfram hjól atvinnulífsins með nýjum störfum, fjárfestingu og gjaldeyrissköpun og knýr ekki síður samfélagsbreytingar, sem kalla á nýtt gildismat til dæmis um verðmæti ósnortinna víðerna, mikilvægi náttúruverndar og nýrra möguleika til eflingar landsbyggðarinnar og byggðaþróunar. Við búum á Nýju Íslandi nýrra tækifæra.“
Lokaorðin í ræðu Gríms voru á þessa leið:
„Ég tel [ … ] að íslensk ferðaþjónusta sé að axla samfélagslega og fjárhagslega ábyrgð sína með mjög myndarlegum hætti og vonandi að tryggja, að þjóðin átti sig á og upplifi ábatann af því tækifæri, sem íslensk ferðaþjónusta er og verður fyrir alla Íslendinga til langrar framtíðar.“
Samþykkt var ályktun á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica 15. mars 2016.
Í ályktuninni kemur fram að ferðaþjónustan hafi tryggt þann stöðugleika, hagvöxt og kaupmátt sem Íslendingar búa við í dag. Þannig eigi ferðaþjónustan þátt í því að hagkerfi landsins sé hratt að breytast úr því að vera frumvinnsluhagkerfi í þjónustuhagkerfi. Þá segir í ályktuninni að ferðaþjónustan skili nú um þriðjungi gjaldeyristekna landsins og rúmlega 10 prósent þjóðarinnar starfi beint við ferðaþjónustu um allt land.
Í ályktuninni segir einnig:
„Ferðaþjónustan er þannig orðin afgerandi hreyfiafl í þeim miklu samfélagsbreytingum sem þegar eru hafnar og nýr valkostur hvað varðar stefnu í atvinnumálum þjóðarinnar. Ferðaþjónustan knýr ekki síður samfélagsbreytingar sem kalla á nýtt gildismat til dæmis um verðmæti ósnortinna víðerna, mikilvægi náttúruverndar og nýrra möguleika til eflingar landsbyggðarinnar og byggðaþróunar.“
Hér má lesa lykilatriði í ályktuninni:
Tryggja verður sjálfbæra nýtingu náttúrunnar til lengri tíma
Aðalfundur SAF gerir þá kröfu að nýting þeirrar auðlindar sem í náttúrunni felast sé byggð á framsýni, ábyrgð og skipulagi með heildarhagsmuni þjóðarbúsins að leiðarljósi.
Aðalfundur SAF fagnar viljayfirlýsingu um þjóðgarð á miðhálendi Íslands sem stuðlar að víðtækri samstöðu um verndun miðhálendisins
Ferðaþjónustan leggur þegar sitt af mörkum – 30.000 nýir skattgreiðendur á dag
Aðalfundur SAF skorar á stjórnvöld að tryggja að fjármagn skili sér til baka til uppbyggingar innviða enda er það grunnforsenda þess að ferðaþjónustan geti vaxið og dafnað til framtíðar.
Uppbygging innviða verður að taka mið af vexti ferðaþjónustunnar
Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar.
Fleiri alþjóðlegar fluggáttir inn í landið
Forvarnir í stað forsjárhyggju – öryggismál
Uppbygging verður að miða að dreifingu og betra skipulagi
Menntakerfið verður að þróa í takt við kröfur atvinnulífsins
Standa þarf vörð um samkeppnishæfni
Frekari styrking íslensku krónunnar er mikið áhyggjuefni
Rekstraraðilar sitji við sama borð
Stjórnstöð ferðamála gegnir lykilhlutverki í uppbyggingu ferðaþjónustunnar
Næst á dagskrá er því að láta verkin tala – ferðaþjónustunni og landsmönnum öllum til hagsbóta.
Á aðalfundi SAF var einnig samþykkt ályktun þess efnis að tryggja verði framtíð Reykjavíkurflugvallar í óskertri mynd til frambúðar. Ályktunina má lesa HÉR.
Fagnefndir SAF starfsárið 2016 – 2017
Á fundi faghópa mánudaginn 14. mars sl. var kjörið í fagnefndir Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2016-2017.
Ferðaþjónustudagurinn 2016 fór fram fyrir fullu húsi á Hilton Reykjavík Nordica samhliða aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar 15. mars 2016. Ætla má að um 400 manns hafi mætt á fundinn sem bar yfirskriftina „Næst á dagskrá!“.
Grímur Sæmundsen, formaður SAF, opnaði fundinn með kraftmikilli ræðu sem hægt er að lesa HÉR. Þá ávörpuðu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra fundinn.
Í pallborðsumræðum, sem Kristján Kristjánsson fjölmiðlamaður stýrði, var rætt um stóru málin sem íslensk ferðaþjónusta stendur nú frammi fyrir. Auk Gríms og Ragnheiðar Elínar tóku Hörður Þórhallsson, framkvæmdastjóri Stjórnstöðvar ferðamála, og Daði Már Kristófersson, forseti Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands, þátt í umræðunum. Til stóð að Sigrún Blöndal, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og stjórnarmaður í Stjórnstöð ferðamála, myndi einnig taka þátt í umræðunum en hún forfallaðist.
Það kom síðan í hlut Heimis Hallgrímssonar, landsliðsþjálfara karla í knattspyrnu, að loka fundinum með skemmtilegu erindi þar sem kom í ljós að margt er líkt með fótbolta og ferðaþjónustu!
Myndir frá Ferðaþjónustudeginum 2016 má skoða HÉR.
Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál
Á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar er venja að Rannsóknarmiðstöð ferðamála og SAF afhendi verðlaun fyrir lokaverkefni unnið við háskóla hér á landi um ferðamál.
… er að skoða ljósmyndir frá aðalfundi SAF 2016! Ljósmyndari Samtaka ferðaþjónustunnar var á vettvangi og náði góðum myndum. Kannaðu málið með því að smella á hlekkina hér að neðan:
„Samtök ferðaþjónustunnar kalla eftir almennri vitundarvakningu stjórnvalda.“
Brot úr ályktun aðalfundar Samtaka ferðaþjónustunnar:
Samgöngur eru lífæð ferðaþjónustunnar. Til áframhaldandi uppbyggingar heilsárs ferðaþjónustu á Íslandi þarf að stórbæta samgöngur um allt land. Innanlandsflugvöllur í Rvk. er í því sambandi mikilvægur liður ásamt vegakerfi sem haldið er opnu allt árið. Þetta er grundvöllur að vexti greinarinnar. Aðalfundur SAF gerir þá kröfu til stjórnvalda að þau tryggi fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli, innanlandsflugvöllum og vegakerfi landsins.
Aðrar alþjóðlegar fluggáttir inn í landið. Yfirvöld vinni markvisst að því að efla fleiri gáttir fyrir heilsársmillilandaflug inn í landið. Horft skal til þess að um stöðugt áætlunarflug sé að ræða og uppbygging á flugbrautum, flugstöðvum, flughlöðum og annarri aðstöðu sé með alþjóðaflugvöll í huga.
Tryggja þarf samhæfingu og skipulag. Hefja þarf stórsókn gegn undanskotum og leyfislausri starfsemi. Það er ekki hægt að sætta sig við að fjöldinn allur af slíkri starfsemi sé staðreynd og það án þess að brugðist sé við því af hálfu stjórnvalda. Þá verður einfaldara regluverk að styðja við atvinnugreinina.
Stórefla þarf menntakerfi ferðaþjónustunnar. Tryggja þarf samráð og samstarf milli fræðsluaðila og atvinnulífsins. Einnig þarf að bæta aðgengi að menntun, auka starfsnám og samræmingu milli skólastiga. Endurskipuleggja þarf starfsnám með einfaldara grunnnám að leiðarljósi og skipa sérstakan starfshóp til þessa.
Stjórnvöld verða að efla rannsóknir og þekkingu á greininni. Fjármagn til rannsókna á ferðaþjónustu til jafns við aðrar undirstöðuatvinnugreinar er krafa samtakanna.
Uppbygging og viðhald ferðamannastaða þolir ekki frekari bið. Í ljósi mikils tekjuauka ríkissjóðs af greininni er eðlilegt að uppbygging og viðhald ferðamannastaða sé sett í forgang og stjórnvöld tryggi strax opinbert fjármagn til nauðsynlegrar uppbyggingar grunnþjónustu ferðamannastaða. Þá sé sveitafélögum landsins falin umsjón ferðamannastaðanna og tryggður tekjustofn til þess. Hvers konar gjaldtaka fyrir virðisaukandi þjónustu á ferðamannastöðum hlýtur að vera valkostur sem skoða þarf jafnhliða.
„Framtíðartækifæri Íslands felast í ferðaþjónustunni.“
„Ég tel að stjórnvöld og almenningur hafi alls ekki áttað sig á því sem skyldi, að íslensk ferðaþjónusta er orðin afgerandi hreyfiafl í miklum samfélagsbreytingum, sem þegar eru hafnar og nýr valkostur í því, hvert við viljum stefna í atvinnumálum þjóðarinnar. Ferðaþjónustan er nefnilega þess eðlis, að auk þeirra gríðarlegu gjaldeyristekna, sem hún skapar, hefur hún jákvæð áhrif á og eflir aðrar atvinnugreinar með beinum og óbeinum hætti. Ferðaþjónustan eflir verslun, hún eflir landbúnað og sjávarútveg, hún eflir skapandi greinar og síðast en ekki síst eflir hún landsbyggðina og auðgar mannlíf bæði í þéttbýli og dreifbýli.“
– Brot úr ræðu Gríms Sæmundsen, formanns Samtaka ferðaþjónustunnar, sem flutt var á aðalfundi samtakanna.
Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2014
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) og Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) afhentu á aðalfundi samtakanna Willem Gerrit Tims 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Willem skrifaði verkefni sitt við líf- og umhverfisvísindasvið HÍ, en það nefnist Ný nálgun við kortlagningu á upplifun óbyggðra víðerna. Tilviksrannsókn frá Vatnajökulsþjóðgarði. Það var Ragnheiður Elín Árnadóttir, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn.
Nánari upplýsingar um rannsóknina er að finna HÉR.
Ársskýrsla SAF 2015-2016
Í takt við nýja tíma er ársskýrsla Samtaka ferðaþjónustunnar fyrir starfsárið 2015-2016 gefin út á rafrænu formi.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn þ. 10. apríl sl. á Grand Hótel Reykjavík, en um 250 manns sóttu fundinn. Yfirskrift fundarins er „ Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag“
Frá aðalfundi SAF 2014
Fjölmenni var á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar sem fór fram á Grand Hótel Reykjavík þ.10. apríl sl., en um þrjú hundruð manns sóttu fundinn. Yfirskrift fundarins var: „Til móts við nýja tíma – ferðaþjónusta og samfélag“. Ferðaþjónustan stendur á ákveðnum tímamótum og er í örum vexti. Á fundinum var horft til framtíðar og stóru málin rædd.
Árni Gunnarsson, formaður SAF, kom víða við í erindi sínu og fjallaði m.a um þau þáttaskil sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi með því að ferðaþjónustan gerði sig endanlega gildandi í íslensku samfélagi árið 2013. Hann fjallaði um að ferðaþjónustan skapaði þjóðarbúinu mestar útflutningstekjur, hefði skapað fleiri störf en aðrar atvinnugreinar á undanförnum árum og að hagvöxtur á árinu hefði orðið neikvæður ef ekki hefði verið fyrir vöxt í ferðaþjónustu.
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fjallaði um öran vöxt í greininni og þá ábyrgð sem því fylgir. Hún fjallaði um náttúrupassann og mikilvægi þess að ná góðri samstöðu áður en frumvarp þess efnis verður lagt fram á haustþingi. Ráðherra greindi jafnframt frá sérstakri úthlutun úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða að upphæð 247 milljónir króna sem strax verður varið til útlhlutunar verkefna í ár m.a. til verndar, uppbyggingar og viðhalds ferðamannastaða.
Anna Pollock, stofnandi Conscious Travel, fjallaði um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu og hvernig við getum unnið að því að stunda ábyrga og sjálfbæra ferðaþjónustu sem allir hagnast á.
Síðasti liður á dagskrá aðalfundar nefndist Spjallið – Ferðaþjónusta og samfélag.
Líflegar umræður spunnust m.a. um tækifæri í ferðaþjónustu, samkeppnishæfni greinarinnar, mikilvægi tölfræðiupplýsinga fyrir greinina og rætt var um niðurstöður nýlegrar rannsóknar á skattsvikum og skattalegu umhverfi ferðaþjónustu. Eftirtaldir aðilar tóku þátt í umræðunum: Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, Böðvar Þórisson, sviðsstjóri fyrirtækjasviðs Hagstofunnar, Árni S. Hafsteinsson sérfræðingur á Rannsóknastofnun atvinnulífsins á Bifröst, Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Eva María Jónsdóttir, fjölmiðlamaður, stýrði umræðum.
F.v.: Eva María Jónsdóttir, Böðvar Þórarinsson, Ragnheiður Elín Árnadóttir, Þorsteinn Víglundsson, Árni Steinar Hafsteinsson og Helga Árnadóttir.
Grímur Sæmundsen nýr formaður SAF
Grímur Sæmundssen, forstjóri Bláa lónsins, er nýr formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, en hann hlaut 55% atkvæða á aðalfundi samtakanna sem fram fór á Grand Hótel Reykjavík þ. 10. apríl.
Í fyrsta sinn í sögu SAF var kjörið á milli tveggja aðila um formann samtakanna. Metþátttaka var á fundinum, en um 300 manns tóku þátt í fundarstörfum dagsins.
Kjörið var með hlutfallskosningu og féllu atkvæði þannig að Grímur hlaut 55% atkvæða og Þórir Garðarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Excursions-Allrahanda ehf. hlaut 45%.
Stjórn SAF 2014 – 2015
Ný stjórn var kosin á aðalfundi SAF á Grand Hótel Reykjavík þ. 10. apríl sl.
Eftirtaldir aðilar voru kosnir í stjórn fyrir næsta starfsár samtakanna:
Flugnefnd Hilmar B. Baldursson, Icelandair Hörður Guðmundsson, Flugfélagið Ernir Einar Björnsson, Flugfélag Íslands Lárus Atlason, Air Atlanta Leifur Hallgrímsson, Mýflug
Gististaðanefnd Eva Jósteinsdóttir, Center Hotels Erna Þórarinsdóttir, Hótel Reykjahlíð Geir Gígja, Hótel Klettur Ísey Þorgrímsdóttir, Radisson Blu – Hótel Saga Sorin M. Lazar, Íslandshótel
Ofangreindar ályktanir voru samþykktar á aðalfundi samtakanna og beint til stjórnvalda.
Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2013
Á aðalfundi SAF fór fram Verðlaunaafhending Rannsóknamiðstöðvar ferðamála með fulltingi Samtaka ferðaþjónustunnar, en 100.000 króna verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verkefni sem til greina komu voru tilnefnd af kennurum þeirra þriggja opinberu skóla sem sinna kennslu og rannsóknum í ferðamálum, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Hólaskóla. Þau gátu verið lokaverkefni úr grunnnámi eða framhaldsstigi. Niðurstaða dómnefndar var að verðlaunin í ár hlyti ritgerð Paavo Olavi Sonninen sem fjallar um hæfni leiðsögumanna og þjálfunarþörf þegar kemur að ævintýraferðum. Um er að ræða meistararitgerð frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en Árný Elíasdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson voru leiðbeinendur.
Á facebooksíðu Samtaka ferðaþjónustunnar eru myndir frá fagnefndafundum, kaffi- og hádegishléum, aðalfundi og hátíðarkvöldskemmtun. Kannaðu málið, deildu og líkaðu!!
Kynning á fyrirtækjum á aðalfundi SAF
Eftirfarandi fyrirtæki kynntu vöru sína og þjónustu á aðalfundi samtakanna; Deloitte, Sómi, Arctic Track/Securitas, Ölgerðin Egill Skallagrímsson, Digisign, Safe Travel og Vakinn.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 11. apríl á Radisson Blu Hótel Sögu, en um 250 manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins var hvernig ferðaþjónusta getur borgar sig fyrir alla
Árni Gunnarsson, formaður SAF, kom víða við í erindi sínu og fjallaði m.a. um góðan árangur sem hefur náðst í markaðsátakinu Inspired by Iceland og mikilvægi þess að félagsmenn kæmu vel að seinni hluta þess átaksverkefnis sem nú er hálfnað. Hann fjallaði um samfélagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar sem býr til mörg störf og verðmætan gjaldeyri fyrir þjóðarbúið, hann lýsti áhyggjum sínum yfir litlum fjárfestingum í þjóðfélaginu og neikvæðum hagvexti og varaði við innistæðulausum launahækkunum. Árni fjallaði um varnarbaráttu samtakanna vegna aukinnar skattlagningar á greinina og lýsti áhyggjum sínum af því flækjustigi sem breytt skattakerfi veldur, hann fagnaði fjármagni sem sett hefur verið í Framtakssjóð ferðamannastaða og lýsti því yfir að ferðaþjónustan væri reiðubúin til viðræðna við stjórnvöld um útgáfu náttúrupassa til fjármögnunar framkvæmda við ferðamannastaði.
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra ferðamála fjallaði um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og mikilvægi þess að sveitarfélögin fái hlut af auknum tekjum ríkis af ferðaþjónustu til uppbyggingar víða um landið. Hann nefndi fjölmörg verkefni sem bíða í greininni s.s. uppbygging og verndun ferðamannastaða, rannsóknir og tölfræði í ferðaþjónustu, markaðsrannsóknir, markaðsstarf og samskipti. Sveitarfélögin fengju í dag litlar beinar tekjur af ferðaþjónustu þótt þau hefðu af henni ýmsar óbeinar tekjur og að hún væri drifkraftur blómlegrar þróunar víða um land.
Jayne Buck, framkvæmdastjóri Visit Denver, sagði almenning í höfuðborginni Denver og í Colarado í heild styðja ferðaþjónustuna af ástríðu og vera stoltan af henni. Í markaðsstarfi væri lögð áherslu á að afla stuðnings meðal heimafólks við greinina og haga öllu samstarfi ferðaþjónustuaðila á þann hátt að talað væri einni röddu út á við og inn á við. Stuðningur almennings og samstaða um markaðsstarf eru þeir þættir, að mati Jayne Buck, sem einnig hafa áhrif á stuðning stjórnvalda við markaðsstarf ferðaþjónustunnar.
Arnar Ingi Jónsson, hagfræðingur Landsbankanum fjallaði um þróun tekna af erlendum ferðamönnum m.a. út frá þjóðerni og kortaveltu.
Ari Skúlason, hagfræðingur Landsbankanum fjallaði um hagræn áhrif af erlendum ferðamönnum og mikilvægi þess að auka þátt rannsókna og mælinga í greininni.
Örn Árnason. leikari og kennari á þjónustunámskeiðum fjallaði á léttu nótunum um mikilvægi góðrar þjónustu og með hvaða hætti er hægt að auka tekjur af hverjum ferðamanni.
Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknamiðstöðvar ferðamála með fulltingi Samtaka ferðaþjónustunnar, en 100.000 króna verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Það var BA ritgerð Berghildar Fanneyjar Hauksdóttur við Háskólanna á Hólum – Hólaskóla, sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Ritgerð Margrétar fjallar um samfélagsleg áhrif ferðaþjónustu á Vopnafirði.
Mynd fr.v.:Ragnar Ólafsson, formaður dómefndar, Árni Gunnarsson, formaður SAF, og verðlaunahafinn Berghildur Fanney Hauksdóttir. Þá tóku við almenn aðalfundarstörf, kosning stjórnar og umræður.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 22. mars á Hilton Reykjavík Nordica, en um 250 manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins var markaðssetning og umfjöllun um þolmörk ferðamannastaða yfir sumartímann.
Árni Gunnarsson, formaður SAF, kom víða við í erindi sínu og fjallaði m.a. um að vöxtur og velgengni einkenndu ferðaþjónustuna um þessar mundir. Árni sagði að áætla mætti að gjaldeyristekjur hafi numið yfir 180 milljörðum króna á síðasta ári, og beinar skatttekjur ríkisins af fjölgun ferðmanna hafi numið 2 milljörðum króna. Þá greindi Árni frá því að síðastliðið haust hafi verið blásið til sóknar til að ná að fjölga komum erlendra ferðamanna utan háannar um 100.000 á næstu þremur árum og nú þegar hafi ferðamönnum fjölgað um tæplega 30 þúsund á síðastliðnum 6 vetrarmánuðum miðað við fyrra tímabil. Oddný G. Harðardóttir, ráðherra ferðamála, fjallaði um að Samtök ferðaþjónustunnar og iðnaðarráðuneytið hefðu náð samkomulagi um að hefja ritun á sögu ferðaþjónustunnarog að stefnt væri að útgáfu innan þriggja ára. Oddný fjallaði jafnframt um nýtt frumvarp sem snýr að öryggi ferðamanna og að Ferðamálastofa fengi það verkefni að leiðbeina við gerð öryggisáætlana. Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, dósent í ferðamálafræði HÍ, fjallaði um hina ýmsu þætti þolmarka ferðamennsku og hvaða hættumerki eru uppi, auk þess sem hún benti vá hvernig byggja mætti stefnumótun í rannsóknum á þolmörkum ferðamennsku. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, fjallaði m.a. um fram hvort ekki væri rétt að farþegar skemmtiferðaskipa greiddu gjald til umhverfismála á Íslandi. Sævar sagði jafnframt að gistináttagjald í Framkvæmdasjóð ferðamannastað ásamt framlögum Ferðamálastofu til úrbóta í umhverfismálum, samtals um 150 milljón króna, hrykkju hvergi nærri til þess að hlúa að auðlindinni sem drægi fólk til landsins. Gunnar Rafn Birgisson, framkvæmdastjóri Atlantik, fjallaði um að með meiri dreifingu yfir árið, yfir daginn og um landið gætum við boðið milljón ferðamenn velkomna til landsins. Atlantik sérhæfir sig í móttöku skemmtiferðaskipa, skipulagningu hvataferða og ráðstefnuskipulagningu og kvað Gunnar Rafn fjölda gesta oft vera nærri þolmörkum, t.d. í Reykjavík svo ekki væri talað um smærri staði. Ástandið kallaði á betra skipulag, fjárfestingu í innviðum ferðaþjónustunnar, þ.e aðstöðu, tækjum, búnaði, aukinni menntun og markvissari upplýsingagjöf. Hið sama ætti við um marga aðra vinsæla áfangastaði á landinu. Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála með fulltingi Samtaka ferðaþjónustunnar, en 100.000 króna verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Það var BS ritgerð Margrétar Hólm Valsdóttur við viðskiptadeild Háskólans á Akureyri, sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Ritgerð Margrétar fjallar um Hvað Mývetningum finnst um ferðaþjónustu. Sjá nánari fréttatilkynningu vegna verðlaunanna hér og rökstuðning dómnefndar. Mynd fr.v.: Árni Gunnarsson, formaður SAF, Ragnhildur Hólm, dóttir Margrétar Hólm sem veitti verðlaununum viðtöku fyrir hönd móður sinnar í forföllum hennar og Ragnar Ólafsson, fomaður dómefndar. Þá tóku við almenn aðalfundarstörf, kosning stjórnar og umræður. Erindi frá aðalfundi :
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 24. mars í Hofi á Akureyri, en um 160 manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins var vetrarferðamennska og gæða- og umhverfiskerfið VAKINN. Árni Gunnarsson, formaður SAF, kom víða við í erindi sínu og fjallaði m.a. um hvernig áföll s.s. efnahagskreppa og eldgos hafa eflt samstöðu í greininni t.d. með markaðsátakinu Ispired by Iceland, jafnframt fjallaði Árni um auknar fjárfestingar í greininni og með hvaða hætti þær skapa heilsársstörf í þjóðfélaginu. Árni fjallaði einnig um markaðsaðgerðir, aukið miklvægi ráðstefnumarkaðarins, framkvæmdasjóð ferðamannastaða og mikilvægi þess að kjarasamningar séu gerðir til lengri tíma.
Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, fjallaði um ferðaþjónustuna semvonarneista við núverandi aðstæður í íslensku efnhagslífi og stjórnvöld litu til ferðaþjónustunnar í þessu sambandi. Hún fjallaði jafnframt um árangurinn af Inspired by Iceland og mikilvægi þess að lengja og jafna ferðamannatímabilið með áherslu á vetrarferðamennsku. Hún gaf vilyrði fyrir fjárframlögum til samstarfsverkefna í vöruþróun og markaðsmálum með svipuðum hætti og fyrirkomulagið var í Inspired by Iceland þar sem stjórnvöld og greinin sjálf lögðust á eitt um að markaðssetja landið.
Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri SAF benti á að nýting fjárfestinga yfir veturinn væri forsenda þess að hægt sé að ná viðunandi arðsemi í greininni og að aukin arðsemi sé forsenda þess að við getum aukið gæði þjónustunnar þannig að fyrirtækin hafi ráð á að fara í vöruþróun og markaðsstarf. Með aukinni vetrarferðamennsku er hægt að fjölga heilsárs starfsfólki. Erna fór yfir hlutverk SAF og greindi frá 16 manna stýrihóp um vetrarferðamennsku og fjögurra manna verkefnisstjórn sem hefur hafið störf að þessu miklvæga verkefni. Hún lagði jafnframt áherslu á að auka þyrfti fé til rannsóknarstarfa í greininni.
Hermann Ottósson, Íslandsstofu og verkefnastjóri í stýrihóp um vetrarferðamennsku greindi frá því að breiður hópur hagsmunaaðila stæði að verkefninu. Hann fjalaði um rannsóknarvinnu, stefnumótandi aðgerða- og framkvæmdaáætlun sem unnin væri í þessu sambandi og lagði áherslu á mikilvægi góðs samstarfs í verkefninu. Þá fjölluðu Helgi Már Björgvinsson,Icelandairog Ásbjörn Björgvinsson, Markaðsstofu Norðurlands um viðhorf sín til möguleika í tengslum við vetrarferðamennsku.
Elías Gíslason, Ferðamálastofu kynnti nýja umhverfis- og gæðakerfið VAKANN. Hann greindi frá aðdraganda og sögu gæðakerfisins, innleiðingu og fjármögnun þess, útskýrði um hvers konar kerfi væri að ræða, framkvæmd þess og að kerfið yrði að fullu komið í gagnið árið 2012.
Fjórir félagsmenn í SAF , þau Áslaug Alfreðsdóttir, Hótel Ísafirði, Guðmundur K. Tryggvason, Bautanum, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Ferðaskrifstofu Austurlands og Bjarnheiður Hallsdóttir, Katla Travel um áherslur SAF til framtíðar.
Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála með fulltingi Samtaka ferðaþjónustunnar, en 100.000 króna verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Það var ritgerð Áslaugar Briem Þjónustugæði í íslenskri ferðaþjónustu og áhrif mismunandi menningar á þjónustu, frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, sem hlaut verðlaunin að þessu sinni.
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn 23. mars á Hilton Reykjavík Nordica, en rúmlega tvö hundruð manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins var tækifæri til verðmætasköpunar með aukinni vetrarferðamennsku og hvernig við hámörkum sölu ferða til Íslands á netinu. Árni Gunnarsson, formaður SAF, kom víða við í erindi sínu og fjallaði m.a. um hversu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein ferðaþjónustan væri, en tekjur af erlendum ferðamönnum voru 155 milljarðar á síðastliðinu ári. Hann fjallaði jafnframt um mikilvægi þess að frumvarp um Íslandsstofu næði fljótlega fram að ganga, gjaldtöku á ferðamannastöðum og með hvaða hætti sú innheimta færi fram. Hann ræddi um möguleika landsbyggðarinnar og afþreyingarferðamennsku, heislutengda ferðaþjónustu og mikilvægi gæða og menntamála í greininni og stöðugleikasáttmála ríkisstjórnarinnar. Árni ræddi jafnframt mikilvægi markaðsmála og greindi frá störfum markaðsráðs SAF sem væri nokkurs konar undanfari fagráðs innan Íslandsstofu. Þá fjallaði Árni um fleiri verkefni sem SAF hefur fengist við á árinu og það sem áunnist hefur innan samtakanna á síðastliðnu ári.
Katrín Júlíusdóttir, ráðherra ferðamála, fjallaði um ferðaþjónustuna semvonarneista við núverandi aðstæður í íslensku efnhagslífi, þær hættur og sóknarfæri sem náttúruöfl gætu skapað okkur, hún fjallaði einnig um auknar meðaltekjur af hverjum ferðamanni og með hvaða hætti við gætum orðið í stakk búin til að taka á móti einni milljón ferðamanna áriða 2020. Hún tilkynnti jafnframt að vinna væri hafin að nýrri ferðamálastefnu til að skerpa á því með hvaða hætti við gætum sem best tekið á móti slíkum fjölda ferðamanna. Katrín fjallaði jafnframt um möguleika sem fælust í heilsutengdri ferðaþjónustu, Hörpu nýju ráðstefnuhúsi , samstarfi við nýsköpunarfyrirtæki og stofnanir og mikilvægi alls gæðastarfs í greininni. Til þess að fara í öfluga markaðssókn þyrftu stjórnvöld og fyrirtæki að stilla saman strengi sína til að geta tekið á móti þeim fjölda ferðamanna sem fyrirsjáanlegt er að muni heimsækja landið í framtíðinni. Þá ræddi ráðherra um mikilvægi rannsókna á sviði ferðamála.
Marianne Krause, markaðsstjóri Comma Group og fyrrverandi ferðamálastjóri Finnlands fjallaði um hvernig Finnar komust út úr kreppunni með því að leggja áherslu á vetrarferðamennsku og að ferðamenn að vetrarlagi skyldu að jafnaði eftir meiri tekjur en ferðamenn að sumarlagi. Unnið var ákveðið þróunarstarf þar sem áhersla var lögð á heilsulindir, jólasveinalandið var þróað, norðurljósin og fleira var markaðssett. Hún greindi frá því að mikilvægt væri að sú vara sem í boði er væri hugsuð til langframa, ræddi mikilvægi allrar vöruþróunar og mismunandi vöru fyrir mismunandi markaði. Jafnframt greindi hún frá því að sótt hefði verið inn á nýja markaði og mikilvægi samstarfs mismunandi hagsmunaaðila sem að þessum málum kæmu.
Peter Dennis, forstjóri Time Communications Group, fjallaði um sölu Íslandsferða á netinu. Peter fjallaði um þær gífurlegu breytingar sem orðið hafa í netheimum og að unga kynslóðin og tækniþróun væri afar mikilvæg í öllu markaðs- og sölustarfi fyrirtækja og mikilvægi þess að ráða ungt fólk til starfa. Hann nefndi ýmsa möguleika fyrir Íslendinga í markaðssetningu landsins með nýjum hugmyndum s.s. íshótels, íþróttahátíða með sérstökum íþróttaviðburðum ( extreme sports), matreiðsluhátíða með sérstakri áherslu á sjávarrétti, lista- og tónlistarhátíðir og að allt snérist þetta um upplifun og skynjun fólks og möguleikum á að uppfylla ákveðna drauma ferðamannsins.
Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, en það var ritgerð Jónu Sigurbjargar Kjölur – Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun, frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði sem hlaut verðlaunin að þessu sinni. Í lok fundar sköpuðust líflegar umræður um efni fundarins.
Rósbjörg Jónsdóttir, Hótel Holti gerði grein fyrir tillögu dómnefndar á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar. Í kjörnefnd auk Rósbjargar áttu sæti Þorsteinn Guðjónsson, Ferðaskrifstofu Íslands og Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleigu. Tillaga kjörnefndar var að stjórn SAF sæti óbreytt og var Árni Gunnarsson endurkjörinn formaður SAF til næstu tveggja ára. Tveir aðilar, þeir Gunnar Guðmundsson, Guðmundi Jónassyni, og Ólafur Torfason, Grand hóteli munu ganga úr stjórn á næsta ári að lokinni 6. ára hámarkssetu í stjórn SAF skv. reglum SAF.
Stjórn SAF 2010-2011 ásamt framkvæmdastjóra. Sitjandi frá vinstri. Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Árni Gunnarsson formaður og Lára B. Pétursdóttir. Standandi frá vinstri: Gunnar Guðmundsson, Sævar Skaptason, Ólafur Torfason, Friðrik Pálsson og Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF.
Sigurður Reynisson, Hópbifreiðar Reynis Jóhannssonar
Willum Þór, Guðmundur Jónasson ehf.
Veitinganefnd
Arnar Laufdal, Broadway
Bjarki Hilmarsson, Hótel Geysir
Friðgeir Ingi Eiríksson, Hótel Holt
Hörður Sigurjónsson, Foodco
Kristján Daníelsson, Radisson Blu Hótel Saga
Verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræði
Rannsóknamiðstöð ferðamála veitti verðlaun fyrir lokaverkefni í ferðamálafræði á aðalfundi SAF í gær. Í fréttatilkynningu frá þeim segir:
„Rannsóknamiðstöð ferðamála veitir nú í fimmta sinn 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) 2010, sem haldin var þriðjudaginn 23. mars á hótel Nordica í Reykjavík. Dómnefnd, sem skipuð er stjórn og forstöðumanni RMF, hefur metið átta verkefni skólaársins 2009 sem þóttu afar góð og/eða mjög athygliverð, en þau eru:
Ferðahegðun Íslendinga innanlands sumarið 2009, BS ritgerð Sigríðar Erlendsdóttur frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Akureyri að vetri, BS ritgerð Valdemars Valdemarssonar við viðskipta og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri.
Silungsveiði í Skagafirði, BA ritgerð Kristjáns Benediktssonar frá háskólanum á Hólum.
Skelfilegar minningar, dauði og hörmungar sem aðdráttarafl í ferðamennsku, BS ritgerð Ingibjargar Helgu Sveinbjörnsdóttur frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Iceland Express: Samsetning farþega og hvataþættir ferða, BS ritgerð Jóhönnu Bjarkar Kristinsdóttur frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Göldrum líkast? Starfsemi Strandagaldurs og áhrif á byggðarlagið, BS ritgerð Önnu Bjargar Þórarinsdóttur frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Heim að Hólum: Hólar sem áfangastaður ferðamanna, BA ritgerð Claudiu Lobindzus frá háskólanum á Hólum.
Kjölur – Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun, BS ritgerð Jónu Sigurbjargar Eðvaldsdóttur frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Niðurstaða dómnefndar er að verðlaunin í ár hljóti ritgerð Jónu Sigurbjargar Kjölur – Fjölbreytt landslag, ferðamennska og upplifun, frá verkfræði og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands – ferðamálafræði.
Í umsögn dómnefndar segir:
Í verkefni sínu fjallaði Jóna um niðurstöður rannsóknar sem unnin var á Kili sumarið 2009 og fólst í viðtölum við erlenda ferðamenn á svæðinu. Markmiðið var að greina hvernig ferðamennska ætti sér stað á Kili og hvernig upplifun þeirra sem hana stunduðu var. Rökstuddi höfundur áherslur sínar þannig að skilningur á væntingum og upplifunum ferðafólks sé forsenda stjórnunar á nýtingu víðernissvæða. Sjónarhorn ferðamannsins er þannig lykill að þróun ferðavöru til fjalla sem og annarsstaðar. Það sem höfundur komst að var að ferðafólk á Kili sóttist í kyrrð og frið öræfa til að stunda náttúrutengda afþreyingu og var fjölbreytileiki náttúruupplifunar þeim ofarlega í huga.
Dómnefndin telur að þetta verkefni sé mikilvægt innlegg í umræðu um auðlindir íslenskrar ferðaþjónustu sem bæði ferðamenn og hagsmunaðilar eru sammála um að liggi í náttúru og víðernum landsins. Mikil umræða er nú um stýringu og skipulag víðernissvæða og liggur nú fyrir þingsályktunartillaga um landnýtingaráætlun á hálendi Íslands, þar sem gera skal grein fyrir hlutverki ferðaþjónustu. Sambærileg tillaga liggur fyrir um landnýtingu ferðaþjónustu á láglendi en hefur ekki enn komið fram í formi þingsályktunar. Í báðum tilfellum er mikilvægt að vanda vel til verka og greina af fagmennsku undirstöðu uppbyggingar í ferðaþjónustu en það er upplifun væntanlegra neytenda, ferðafólks til landsins.
Verkefni Jónu er vandað og unnið samviskusamlega með metnað og fagmennsku að leiðarljósi. Ætti hennar vinna að verða öðrum til eftirbreytni og er hún verðugur handhafi lokaverkefnisverðlauna Rannsóknamiðstöðvar ferðamála árið 2010.
Ritgerðina er hægt að skoða á Landsbóksafni eða gegnum Skemmuna (skemman.is)
Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Háskólinn á Hólum ásamt Ferðamálastofu og Samtökum ferðaþjónustunnar starfrækja sameiginlega Rannsóknamiðstöð ferðamála, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum. “
Mynd: Frá vinstri Árni Gunnarsson, formaður SAF, Jóna Sigurbjargar verðlaunahafi og Edward Huijbens, Rannsóknarmiðstöð ferðamála
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn þ. 27. mars á Grand Hótel Reykjavík en um tvö hundruð manns sóttu fundinn. Aðalumræðuefni fundarins var nýsköpun – tækifæri og leiðin til endurreisnar. Árni Gunnarsson, formaður SAF, fjallaði í ræðu sinni m.a. um mikilvægi þess að blása lífi í atvinnustarfsemina og mikilvægi ferðaþjónustunnar í gjaldeyrissköpun. Árni ræddi jafnframt mikilvægi markaðsmála og breytts fyrirkomulags í markaðssetningu. Þá fjallaði Árni um þau verkefni sem SAF hefur fengist við á síðastliðnum tíu árum og það sem áunnist hefur innan samtakanna á tímabilinu. Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála, fjallaði um ferðaþjónustuna sem vonarneista við núverandi aðstæður í íslensku efnhagslífi, þá ræddi ráðherra um að meira fé hefði verið varið til ferðamála á föstu gengi en nokkru sinni fyrr og að þetta væri sú atvinnugrein sem þjóðin bindi hvað mestar vonir við hvað atvinnu- og gjaldeyrissköpun varðar. Þá ræddi ráðherra um þær ýmsu stofnanir sem tengdust ferðaþjónustu, m.a. Byggðastofnun og mikilvægi samstarfs þeirra í millum. Ráðherra greindi frá undirritun samnings milli utanríkisráðuneytisins, Ferðamálastofu og Útflutningsráðs um svokallaða Íslandsstofu sem mun annast markaðssetningu landsins og að við það myndu sparast fjármunir með samnýtingu húsnæðis og að því fé yrði þá varið til landkynningar á viðkomandi svæðum. Þorsteinn I. Sigfússon, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands leiddi fundarmenn í gegnum dæmisögu um ferðamáta í ferðaþjónustu 2020 miðað við árið 1980 og ýmsar hugmyndir tengdar nýsköpun í ferðaþjónustu í framtíðinni. Guðmundur H. Gunnarsson, verkefnastjóri MATÍS, fjallaði um nýsköpun í matargerð og þá staðreynd að matur er mikilvæg upplifun sem ferðamenn vilja fá að upplifa á jákvæðan máta og að mikilvægt sé að huga að hráefum í matargerð úr héraði í því sambandi. Þvínæst fjallaði Friðrik V. Karlsson, veitingamaður og félagsmaður í SAF, um matarmenningu sem eina af perlum upplifunar ferðamannsins og ræddi mikilvægi þess að hlúa vel að svæðisbundinni matarmenningu og að muna að geta þess að maturinn sé úr héraði. Hann ræddi jákvæða þróun í matarmennningu sbr. Food and Fun og Fóður og Fjör á landsbyggðinni. Ólafur Ísleifsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, fjallaði um núverandi ástand í efnahagsmálum þjóðarinnar sem væri óásættanlegt. Ólafur ræddi miklvægi þess að lækka vexti og að framtíðarskipan gjaldeyris- og peningamála þyldi enga bið, skattalegt umhverfi þyrfti að vera samkeppnisfært og kallaði eftir pólitískri stefnumörkun varðandi gjaldeyrismálin frá stjórnmálaflokkunum. Þá fór fram verðlaunaafhending Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála, sjá nánar hér í lok fréttar. Í lok fundar sköpuðust líflegar umræður um efni fundarins.
Rannsóknamiðstöð ferðamála veitti nú í fjórða sinn 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verðlaunin voru afhent á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar (SAF) 2009. Dómnefnd, sem skipuð er stjórn og forstöðumanni RMF, hefur metið sjö verkefni skólaársins 2008 sem þóttu afar góð og/eða mjög athyglisverð en þau eru:
Menningartengd ferðaþjónusta – menningarstofnanir Kópavogbæjar. B.Sc. ritgerð Agnesar Sifjar Andrésdóttur frá Viðskipta- og raunvísindadeild Háskólans á Akureyri.
The image of Iceland – Actual summer visitor image of Iceland as a travel destination. MS ritgerð Gunnars Magnússonar í markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands.
Mat íbúa Reykjanesbæjar á félagslegum áhrifum Ljósanætur. B.Sc. ritgerð Ingólfs Magnússonar frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands.
Íslensk tónlist sem landkynning. B.Sc. ritgerð Tómasar Viktors Young frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands.
Upplifun ferðamanna af akstri um hálendisvegi. BA ritgerð Ingibjargar Eiríksdóttur frá Hólaskóla – háskólanum á Hólum.
Viðhorf heimamanna til nýtingar Látrabjargs til ferðamennsku. B.Sc. ritgerð Ragnhildar Sveinsdóttur frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands.
Heimavinnsla og sala afurða beint frá býli – mikilvægi íslensks hráefnis fyrir veitingastaði hér á landi. B.Sc. ritgerð Evu Sifjar Jóhannsdóttur frá land- og ferðamálafræðiskor Háskóla Íslands.
Niðurstaða dómnefndar er að verðlaunin í ár hljóti Gunnar Magnússon fyrir MS ritgerð sína Ímynd Íslands – Ímynd raunverulegra sumargesta af Íslandi sem ferðamannastað. Ritgerðina skrifaði hann á ensku og heitir hún þá: The image of Iceland – Actual summer visitor image of Iceland as a travel destination.
Í umsögn dómnefndar segir:
Í verkefni sínu fjallaði Gunnar um ímynd landsins og vörumerki í hugum erlendra gesta sem voru þegar komnir til landsins. Hann lagði upp með að skoða hvort hægt væri að stilla saman markaðssetningu Íslands, Færeyja og Grænlands og gerði þannig samanburð á ímynd þessara landa í hugum gesta hér á landi. Hann notaðist við viðhorfskort sem gert var eftir afstöðu svarenda við fullyrðingum sem settar voru fram í spurningakönnun sem höfundur lagði fyrir sumarið 2008.
Með sömu spurningakönnun komst Gunnar að því hver ímynd Íslands væri í hugum erlendra gesta. Jafnframt heimfærði hann fullyrðingarnar sem svarendur tóku afstöðu til uppá þá ímynd sem nefnd forsætisráðherra lýsti í skýrslu sinni sem kom út í febrúar 2008 og tók á ímynd Íslendinga á sjálfum sér.
Komst Gunnar helst að því að ímynd landsins í hugum gesta einkenndist af öryggi, gestrisni og tækifærum til ævintýra meðal vingjarnlegs heimafólks í einstakri náttúru. Einnig komst Gunnar að því að ekki væri vænlegt til árangurs að stilla saman markaðssetningu Færeyja, Grænlands og Íslands, þar sem löndin hefðu afar ólíka ímynd í huga gesta sem hingað eru komnir. Að auki rökstuddi Gunnar með sannfærandi hætti að Noregur væri okkar helsta samkeppnisland er kæmi að hylli ferðamanna sem hingað eru komnir.
Dómnefndin telur að þetta verkefni sé verðugt og vandað framhald þeirrar vinnu sem fór af stað með heimsókn Simon Anholt á vegum Viðskiptaráðs Íslands nýverið og nefnd á vegum forsætisráðuneytis. Gunnar tekur af festu og fagmennsku á bæði heimildum um ímyndir og vörumerki áfangstaða og heimfærir uppá vandaða könnun með stóru úrtaki. Þannig leggur verkefnið til hvernig markaðssetning Íslands getur byggt á styrkleikum sem þegar eru í hugum þeirra sem landið sækja heim og jafnframt rökstyður af hverjum má læra og stilla sér upp gagnvart í markaðssetningu landsins.
Verkefni Gunnars er sem áður sagði unnið samviskusamlega af metnaði og fagmennsku og er hann verðugur handhafi verðlauna Rannsóknamiðstöðvar ferðamála árið 2008.
Ritgerðina er hægt að skoða á Landsbókasafni eða kaupa gegnum Stúdentamiðlun v/ Hringbraut (www.studentamidlun.is)
Háskóli Íslands, Háskólinn á Akureyri og Hólaskóli, ásamt Ferðamálastofu og SAF starfrækja sameiginlega Rannsóknamiðstöð ferðamála, sem er miðstöð rannsókna, fræðslu og samstarfs í greinum sem tengjast ferðamálum.
Mynd : Edward Huijbens, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar ferðamála ásamt Gunnari Magnússyni verðlaunahafa
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar var haldinn þann 3. apríl sl. á Radisson SAS Hótel Sögu og var hann fjölsóttur. Aðalumræðuefni fundarins voru íslenska krónan, ímynd Íslands og gæðamál. Jón Karl Ólafsson, formaður SAF, sagði í ræðu sinni að fyrirtækin í ferðaþjónustunni hefðu liðið mjög fyrir miklar gengissveiflur og okurvexti og á næsta starfsári yrði að ræða kosti og galla aðildar að Evrópusambandinu þar sem einhliða upptaka evru væri ekki raunhæf. Hann ræddi ennfremur mikilvægi ímyndar Íslands og mikla þörf fyrir stóraukna fjárfestingu ríkis og fyrirtækjanna í landkynningu. Össur Skarphéðinsson, ráðherra ferðamála, tók í ræðu sinni undir orð Jóns Karls um nauðsyn þess að stórauka markaðssókn og auka samvinnu þeirra sem að landkynningu koma og nefndi sérstaklega utanríkisráðuneytið, en SAF hafa lagt áherslu á slíka samvinnu. Sagði hann að það væri verkefni ferðamálaráðherra að hafa forystu í landkynningarmálum og fjárframlög þurfi að vera gagnsæ og fá mótframlag frá greininni. Þessi mál verða forgangsverkefni í ráðuneytinu. Hann fagnaði líka að umræða um ESB aðild skuli verða á dagskrá samtakanna. Fundurinn samþykkti samhljóða ályktun þess efnis að á næsta starfsári yrðu kynningar og umræða um kosti og galla ESB aðildar þar sem fyrirtækin telja sig illa geta búið við þær sveiflur sem hafa verið í gengi íslensku krónunnar. Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, fjallaði um íslensku krónuna og ferðaþjónustuna og sýndi m.a. hversu slæmar afleiðingar gengissveiflur geta haft á gæði þjónustunnar. Svanhildur Konráðsdóttir, sem á sæti í sérsveit forsætisráðherra um ímynd Íslands, fjallaði um starfið í nefndinni en fjallað verður um niðurstöðum hópsins hér aftar í fréttablaðinu. Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, fjallaði síðan um niðurstöður gæðakönnunar sem Ferðamálastofa lét gera fyrir skömmu.
Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands var kjörinn formaður SAF á aðalfundi SAF. Jón Karl Ólafsson lét af störfum formanns að eigin ósk eftir fimm ára starf og þakkaði stjórnarmönnum gott og óeigingjarnt starf á árinu. Stjórn SAF skipa : Árni Gunnarsson, formaður, Flugfélag Íslands; Anna G. Sverrisdóttir, Bláa lónið; Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Jónasson ehf; Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda; Ólafur Torfason, Reykjavíkurhótel; Lára B. Pétursdóttir, Congress Reykjavík og Steingrímur Birgisson, Höldur – Bílaleiga Akureyrar.
Sigríður Margrét Guðmundsdóttir, Landnámssetur Íslands
Varamenn:
Eiríkur Ingi Friðgeirsson, Hótel Holt
Margrét Rósa Einarsdóttir, Iðnó
Verðlaunaafhending Ferðamálaseturs á aðalfundi
Ferðamálasetur Íslands veitti verlaun fyrir lokaverkefni háskólanema á aðalfundi SAF þ. 3. apríl sl. Þetta er í þriðja sinn sem Ferðamálasetur veitir 100.000 króna verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Dómnefnd sem skipuð er stjórn og forstöðumanni FMSÍ hefur metið fimm verkefni skólaársins 2007 sem þóttu afar góð og/eða mjög athyglisverð en þau eru:
Ímynd Egilsstaða sem ferðamannastaðar. M.Sc. ritgerð Sturlu Más Guðmundssonar frá Viðskipta og Hagfræðideild Háskóla Íslands.
Römm er sú taug – getur átthagafræði (og sjálfsefling) stuðlað að sterkri byggð og uppbyggingu ferðaþjónustu á landsbyggðinni. BA ritgerð Margrétar Björnsdóttur frá Hólaskóla – Háskólanum á Hólum.
Samvinna fyrirtækja í samkeppni á íslenskum ráðstefnumarkaði – Viðhorf fagaðila til sameiginlegs gagnagrunns. B.Sc. ritgerð Hildar Kristjánsdóttur frá jarð og landfræðiskor Háskóla Íslands.
Framleiðni í íslenskri ferðaþjónustu – stjórnun afþreyingarfyrirtækja. M.Sc. ritgerð Ingibjargar Sigurðardóttur frá Háskólanum á Bifröst.
Myrk ferðamennska – eins dauði er annars brauð. BA ritgerð Öldu Davíðsdóttur frá Hólaskóla – Háskólanum á Hólum.
Niðurstaða dómnefndar er að verðlaunin í ár hljóti Hildur Kristjánsdóttir fyrir B.Sc. ritgerð sína Samvinna fyrirtækja í samkeppni á íslenskum ráðstefnumarkaði – Viðhorf fagaðila til sameiginlegs gagnagrunns.
Í umsögn dómnefndar segir:
Í verkefni sínu fjallaði Hildur Kristjánsdóttir um klasa og hugmyndir um samvinnu í samkeppni, þá sérstaklega með tilliti til starfandi fyrirtækja á íslenskum ráðstefnumarkaði. Þannig leitaðist hún við að skilja sjónarmið starfandi einstaklinga á tilteknu markaði íslenskrar ferðaþjónustu til hugmynda sem hafa verið ofarlega í opinberri umræðu.
Með viðtölum komst Hildur að því hvernig forsvarmenn fyrirtækja á íslenskum ráðstefnumakaði sjá fyrir sér gagnagrunn sem nýst gæti við markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands af hálfu Ráðstefnuskrifstofu Íslands, sem rekin er sem sjálfstæður hluti Ferðamálastofu. Í ljós kom af forsvarmenn eru jákvæðir en hafa þó ákveðnar hugmyndir um hvernig af gagnasöfnun skuli staðið.
Helstu niðurstöður Hildar eru því að upplýsingar í gagnagrunni mega ekki vera of ítarlegar, skil á þeim mega ekki vera of tíð, þær þurfa að vera órekjanlegar og allir verða að taka þátt einnig gististaðir og þeir sem ráðstefnur hýsa. Af þessu dregur hún þá ályktun að tvímælalaus vilji sé til samstarfs sem muni þá gagnast við markaðssetningu Íslands sem ráðstefnulands en einnig til að meta umfang ráðstefnuferðamennsku á Íslandi. Leggur hún til að þessi gögn verði hýst hjá Hagstofu Íslands og þangað væri upplýsingum skilað, líkt og gert er nú með gistinætur. Þannig yrði hlutverk Ráðstefnuskrifstofu Íslands að árangursmæla og gera markaðsstarf sýnilegra.
Dómnefndin telur að þetta verkefni geti Ráðstefnuskrifstofu Íslands og fyrirtækjum á íslenskum ráðstefnumarkaði sem stefna að því að vera alþjóðlega samkeppnishæf. Þannig leggur verkefnið til hvernig þau geta bætt eigin þjónustu með samvinnu sem studd er af hinu opinbera í samræmi við það sem er efst á baugi í málefnum ferðaþjónustunnar um landið í tengslum við uppbyggingu Vaxtarsamninga.
Verkefni Hildar er unnið samviskusamlega af metnaði og fagmennsku og er hún verðugur handhafi verðlauna Ferðamálaseturs Íslands árið 2007. Ritgerðina er hægt að fá hjá Stúdentamiðlun v/ Hringbraut.
Mynd: Frá vinstri Edward Huijbens, forstöðumaður Ferðamálaseturs. Hildur Kristjánsdóttir, verðlaunahafi og Jón Karl Ólafsson, formaður SAF.
Vel heppnuðum aðalfundi SAF sem haldinn var á Hótel KEA/Ketilhúsi á Akureyri lauk fimmtudaginn 29. mars sl. Að loknu starfi faghópa hélt Jón Karl Ólafsson formaður erindi og setti fundinn, en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt erindi að því loknu. Jón Karl lagði í ræðu sinni aðaláherslu á samstarf atvinnulífs og stjórnvalda í landkynningarmálum og varð tíðrætt um umhverfismál sem er veigamikill þáttur innan ferðaþjónustunnar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra ræddi rekstrarskilyrði greinarinnar sem hafa þróast með jákvæðum hætti, sérstaklega skattamál. Ræddi hann enfremur áherslur í samgöngu- og fjarskiptamálum, sagðist hann m.a.hafa sett á laggirnar nefnd vegna vegagerðar á hálendinu.
Mörg áhugaverð erindi voru haldin um ímynd Íslands og jafnframt var leitast við því að svara spurningunni um það hvernig ferðaþjónustan kemur vöru sinni á markað. Framsöguerindi fluttu Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, Karl Ingólfsson, Ultima Thule, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, ferðaskrifstofu Austurlands og Benedikt Jóhannesson framkvæmdastjóri Útgáfufyrirtækisins Heims. Í lok fundar fóru fram pallborðsumræður, en þátttakendur í pallborði voru Karl Ingólfsson, Arngrímur Viðar Ásgeirsson, Benedikt Jóhannesson og Gunnar Már Sigurfinnsson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs Icelandair. Anna G. Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, stjórnaði umræðum.
Sjá erindi Jóns Karls Ólafssonar hérerindi Sturlu BöðvarssonarhérHöllu Tómasdótturhér Arngríms Viðars Ásgeirssonar hérog Benedikts Jóhannessonar hér en erindi Karls Ingólfssonar mun birtast hér á næstunni. Mynd: Jón Karl Ólafsson, formaður flytur erindi í upphafi fundar.
Ályktanir frá aðalfundi 2007
Sex ályktanir komu fram á aðalfundi SAF 29.mars sl. Um er að ræða ályktun stjórnar um markaðsmál og hvalveiðar, ályktun um einföldun starfsleyfa ofl., ályktun um landnýtingu og ályktun um aðgengi. Álytkun um þjóðgarða var vísað til stjórnar. Sjá ályktanir aðalfundar hér.
Stjórn SAF
Jón Karl Ólafsson var endurkjörinn formaður SAF á aðalfundi SAF. Jón Karl þakkaði stjórnarmönnum gott og óeigingjarnt starf á árinu. Stjórn SAF skipa : Jón Karl Ólafsson, formaður, Icelandair Group ; Anna G. Sverrisdóttir, Bláa lónið; Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Jónasson ehf; Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda; Ólafur Torfason, Reykjavíkurhótel; Lára B. Pétursdóttir, Congress Reykjavík og Steingrímur Birgisson, Höldur – Bílaleiga Akureyrar.
Aðalfundur SAF var haldin 6. apríl að Hótel Loflteiðum. Að loknu starfi faghópa hélt Jón Karl Ólafsson formaður erindi og setti fundinn, en Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hélt erindi að því loknu. Ráðherra vakti athygli á nýútkominni skýrslu Hagfræðistofnunnar um áhrif raungengis á ferðaþjónustuna. Skýrslu þessa má nú nálgast á heimasíðu samgönguráðuneytisins hér . Mörg áhugaverð erindi voru haldin um það hvað selur Ísland og jafnframt var leitast við því að svara spurningunni um það hvar sóknarfærin liggja í íslenskri ferðaþjónustu. Framsöguerindi fluttu Hermann Haraldsson, framkvæmdastjóri OMD Nordic, Danmörku og Pétur Óskarsson framkvæmdastjóri VIATOR. Í lok fundar fóru fram pallborðsumræður, en þátttakendur í pallborði voru Ingjaldur Hannibalsson, prófessor og stjórnarformaður Ferðamálaseturs, Halla Tómasdóttir, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs; Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu og Friðrik Pálsson framkvæmdastjóri Oddhóls ferðaþjónustu. Að loknum pallorðsumræðum opnaði Sturla Böðvarsson samgönguráðherra nýja heimasíðu SAF og Erna Hauksdóttir framkvæmdastjóri SAF, og María Guðmundsdóttir upplýsinga-og fræðslufulltrúi SAF fóru yfir helstu nýjungar á heimasíðunni. Erindi Jóns Karls Ólafssonar hér , erindi Sturlu Böðvarssonar hér, Hermanns Haraldssonar hér, Péturs Óskarssonar hér.
Ný stjórn SAF var kosin á aðalfundi í dag. Úr stjórn ganga Hrönn Greipsdóttir, Radisson SAS og Stefán Eyjólfsson, Íslandsferðum, Jón Karl þakkaði þessum fyrrverandi stjórnarmönnum gott og óeigingjarnt starf á undanförnum árum. Í stað þeirra voru kosin Sævar Skaptason frá Ferðaþjónustu bænda og Lára B. Pétursdóttir frá Congress.
Nýja stjórn skipa :Jón Karl Ólafsson, formaður. Icelandair Group ; Anna K. Sverrisdóttir, Bláa lónið; Gunnar Guðmundsson, Guðmundur Jónasson ehf; Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda; Ólafur Torfason, Reykjavíkurhótel; Lára B. Pétursdóttir, Congress Reykjavík og Steingrímur Birgisson, Höldur – Bílaleiga Akureyrar.
Fagnefndir kjörnar á aðalfundi SAF 2006
Afþreyingarnefnd
Halldór Kristjánsson, Afþreyingarfélagið – Formaður
Bryndís Einarsdóttir, Íshestar
Einar Steinþórsson, Hafsúlan
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir, Íslandsflakkarar
Þórarinn Jónasson, Laxnes hestaleiga
Bílaleigunefnd
Arnar Jónsson, HERTZ Bílaleiga Flugleiða – Formaður
Ingibjörg Ólafsdóttir, Park Inn Hótel Ísland – Formaður
Páll L. Sigurjónsson, Keahótel ehf.
Renato Grünenfelder, Fosshótel
Hjörtur Árnason, Hótel Hamar
Tryggvi Guðmundsson, Flugleiðahótel
Hópbifreiðanefnd
Agnar Daníelsson, SBA – Norðurleið – Formaður
Jón Gunnar Borgþórsson, Hópferðamiðstöðin
Lárus Sigurðsson, Snæland Grímsson
Bjarni Birgisson, Kynnisferðir
Reynir Jóhannsson, Hópferðabílar RJ
Veitinganefnd
Ingólfur Haraldsson, Nordica Hotel – Formaður
Axel Jónsson, Matarlyst – Atlanta
Karl Ásgeirsson, SKG veitingar- Hótel Ísafjörður
Pétur Snæbjörnsson, Hótel Reynihlíð
Arnar Laufdal, Broadway
Markaðstorg 2006
Markaðstorg SAF var haldið föstudaginn 7. apríl, þar sem fyrirtæki innan SAF kynntu vörur sínar og þjónustu. Um hádegisbil flutti Gunnar Eklund, svæðisstjóri Icelandair í Ameríku, erindi um markaðssetningu Icelandair og hvað þurfi til að laða að bandaríska ferðamenn til landsins. Sjá dagskrá hér Í hádegisverðahléi á Markaðstorginu veitti Icelandair Íslenskum fjallaleiðsögumönnum Frumkvöðlaverðlaun Icelandair sem nú voru veitt í fyrsta sinn.
Erindi frá faghópum á Aðalfundi 2006
Meðfylgjandi eru erindi sem flutt voru í faghópum á Aðalfundi SAF 2006.