Starfsgreinaráðið var skipað í apríl árið 2015. Í ráðinu eiga sæti níu fulltrúar, fjórir fulltrúar tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins og einn fulltrúi er tilnefndur sameiginlega af Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands.
Verkefni starfsgreinaráða eru eftirfarandi og skilgreind í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008:
A. að skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautarlýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og eru hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla,
B. að gera tillögur um lokamarkmið starfsnáms í samræmi við ramma um hæfniviðmið viðkomandi lokaprófs,
C. að gera tillögur að námsbrautarlýsingum fyrir einstakar námsbrautir sem framhaldsskólar geta haft til viðmiðunar,
D. að setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla og nám á vinnustað,
E. að gera tillögur um uppbyggingu og inntak lokaprófa í starfsnámi á sínu sviði,
F. að veita umsögn um námsbrautarlýsingar starfsnáms sem einstakir skólar leita eftir staðfestingu á,
G. að vera ráðgefandi við mat á beiðni einkaskóla um viðurkenningu á starfrækslu starfsnámsbrauta,
H. að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms,
I. önnur verkefni sem ráðherra felur starfsgreinaráði hverju sinni.
Fulltrúar SAF 2019-2023
Sólborg I. Steinþórsdóttir
Stefán Karl Snorrason
Varamenn
Alma Hannesdóttir
Jón Gestur Ólafsson