-
Stjórn SA er kosin árlega af fulltrúaráði. Hún er skipuð 20 mönnum auk formanns sem er formaður stjórnar. Stjórn SA mótar stefnu og megináherslur samtakanna, m.a. fyrir gerð almennra kjarasamninga. Stjórnin heldur fundi ársfjórðungslega eða oftar ef minnst tveir stjórnarmenn óska þess. Stjórnin fundaði fimm sinnum á tímabilinu.
Fulltrúar SAF
Bjarnheiður Hallsdóttir
Bogi Nils Bogason
Davíð Ólafson
Helga Árnadóttir
-
Framkvæmdastjórn SA er kjörin á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund. Framkvæmdastjórn SA er skipuð formanni og varaformanni ásamt sex mönnum sem stjórnin kýs úr hópi stjórnarmanna SA. Framkvæmdastjórn stýrir starfsemi SA í samræmi við stefnumörkun stjórnar og aðalfundar. Framkvæmdastjórn SA fundaði tíu sinnum á síðasta ári.
Fulltrúar SAF
Bjarnheiður Hallsdóttir
Helga Árnadóttir, varaformaður
-
Fulltrúaráð SA er æðsta vald í málefnum SA milli aðalfunda. Fulltrúaráðið er skipað fjölda fulltrúa úr atvinnulífinu eða alls 102 aðilum. Fulltrúaráð er kallað saman eftir þörfum.
Fulltrúar SAF
Ásberg Jónsson
Ásdís Ýr Pétursdóttir
Bjarnheiður Hallsdóttir
Björn Ragnarsson
Bogi Nils Bogason
Davíð Torfi Ólafsson
Elín S. Sigurðardóttir
Eva María Þ. Lange
Grímur Sæmundsen
Hallgrímur Lárusson
Helga Árnadóttir
Ingibjörg Ólafsdóttir
Ívar Ingimarsson
Jakob Einar Jakobsson
Magnea Þórey Hjálmarsdóttir
Ólöf R. Einarsdóttir
Pétur Óskarsson
Sveinbjörn Indriðason
Sævar Skaptason
-
Hlutverk ferðamálaráðs skv. 6. gr. laga um skipan ferðamála er að:
Gera árlega eða oftar tillögur til ráðherra um markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustunnar.
Vera ráðgefandi aðili fyrir ráðherra um áætlanir í ferðamálum.
Veita umsagnir um breytingar á lögum og reglum er varða ferðamál og annað er ráðherra felur ráðinu eða ráðið telur ástæðu til að taka upp í þágu ferðaþjónustunnar.Tillögur ráðsins er að finna hér: ATHUGA LINKINN
Fulltrúar SAF
Sævar Skaptason
Ingibjörg G. Guðjónsdóttir
Þórir Garðarsson
-
Ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra skipar fjóra fulltrúa í stjórn Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða til tveggja ára í senn. Einn skal skipaður eftir tilnefningu Samtakaferðaþjónustunnar, einn eftir tilnefningu Sambands íslenskra sveitarfélaga, einn eftir tilnefningu ráðherra sem fer með málefni náttúruverndar og einn án tilnefningar og skal hann vera formaður. Stjórn sjóðsins skal gera tillögur til ráðherra um úthlutanir úr sjóðnum. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða er í vörslu Ferðamálastofu. Markmið og hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt. Þá skal með fjármagni úr sjóðnum leitast við að tryggja öryggi ferðamanna og vernda náttúru landsins. Einnig er sjóðnum ætlað að fjölga viðkomustöðum ferðafólks til að draga úr álagi á fjölsótta ferðamannastaði. Breytingar á lögum um sjóðinn tóku gildi vorið 2017 og er hægt að kynna sér þær hér.
Fulltrúar SAF
Pétur Óskarsson
Unnur Svavarsdóttir
-
Ísland – allt árið er samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um samþætta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað undir merkjum Inspired by Iceland. Tilgangur verkefnisins er að efla vitund um Ísland sem heilsársáfangastað til að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni svo skapa megi meiri tekjur fyrir þjóðarbúið.
Markmið verkefnisins er að stuðla að sameiginlegu erlendu markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu beint frá til neytenda á völdum mörkuðum ásamt því að bæta samkeppnisstöðu Íslands. Ísland – allt árið hefur að leiðarljósi stefnumótun og mælanleg markmið opinberra aðila og annarra hagsmunaaðila í ferðamálum ásamt áætlunum Íslandsstofu í almennri markaðssetningu.
Fulltrúi SAF
Varafulltrúar:
-
„Ísland – allt árið“ er samstarfsverkefni stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um samþætta markaðssetningu fyrir Ísland sem áfangastað undir merkjum Inspired by Iceland. Íslandsstofa annast framkvæmd verkefnisins. Tilgangur verkefnisins er að efla vitund um Ísland sem heilsársáfangastað til að festa ferðaþjónustu í sessi sem heilsársatvinnugrein og auka arðsemi af greininni svo skapa megi meiri tekjur fyrir þjóðarbúið. Markmið verkefnisins er að stuðla að sameiginlegu erlendu markaðs- og kynningarverkefni fyrir Ísland og íslenska ferðaþjónustu beint frá til neytenda á völdum mörkuðum ásamt því að bæta samkeppnisstöðu Íslands.
Fulltrúi SAF
Elín Árnadóttir
Varamaður:
Hallgrímur Lárusson
-
Sérstök fagráð, skipuð af stjórn Íslandsstofu, stuðla að því að Íslandsstofa verði öflugur samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda. Fagráðin eru stjórn Íslandsstofu til ráðuneytis við að móta stefnu og áherslur. Mikilvægt er að fagráðin vinni vel sem bakland Íslandsstofu og leggi sitt af mörkum við þróun nýrra verkefna og öflun fjármuna til þeirra. Fagráðin skulu sýna sjálfstæði við mótun tillagna en endanleg ákvarðanataka er í höndum stjórnar. Hlutverk fagráðs ferðaþjónustunnar er að hafa heildaryfirsýn yfir markaðs- og ímyndarmál á öllum mörkuðum og hvernig þau vinna saman.
Helstu áherslur í starfi fagráða:
- Faglegur vettvangur: Faglegt aðhald og uppbyggileg gagnrýni á verkefni. Umfjöllun um vísbendingar byggðar á gögnum og greiningum og umræða um viðbrögð.
- Samhæfing: Samspil markaðssetningar og annarra þátta í ferðaþjónustu.
- Samráð og samhæfing við aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Frumkvæði: Frumkvæði í umræðum um mikilvæg málefni sem snerta ferðaþjónustuna og hvernig ímynd hennar birtist í reynd. Tillögur til stjórnar um mikilvæg verkefni út frá vísbendingum um nauðsynleg viðbrögð.
Fagráðið er skipað 14 aðilum og þar af eiga SAF átta fulltrúa. Á síðastliðnu ári var stefnuyfirlit fagráðs ferðaþjónustunnar yfirfarið og kynnt fyrir stjórn Íslandsstofu í september
Fulltrúar SAF
- Ársæll Harðarson
- Grímur Gíslason
- Hlynur Sigurðsson
- Már Másson, frá hausti 2017
- Rannveig Grétarsdóttir
- Þórir Garðarsson, formaður
-
SF er samráðsvettvangur stjórnvalda, sveitarfélaganna og ferðaþjónustunnar. Er honum ætlað að starfa til ársins 2020. Hlutverk hennar er að byggja traustan grunn fyrir farsæla og sjálfbæra þróun ferðaþjónustu á Íslandi. Hún gerir tillögur til ríkisstjórnar, einstaka ráðherra, sveitarfélaga eða rekstraraðila um samhæfingu og framkvæmd verkefna er varða ferðaþjónustu og heyra undir viðkomandi ábyrgðarsvið. Stjórnarfundir eru haldnir reglulega og er formaður stjórnar ráðherra ferðamála.
Fulltrúar SAF
- Björgólfur Jóhannsson
- Bjarnheiður Hallsdóttir
- Ingibjörg Ólafsdóttir
- Þórir Garðarsson
- Jóhannes Þór Skúlason (áheyrnarfulltrúi)
-
Fulltrúar SAF, Ferðamálastofu og Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sitja í stýrihópi VAKANS. VAKINN er gæða- og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Markmið VAKANS eru að efla gæði, öryggi og umhverfisvitund í ferðaþjónustu á Íslandi með handleiðslu og stuðningi, ásamt því að byggja upp samfélagslega ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækja. Þannig er kerfið fyrst og fremst verkfæri til að aðstoða þátttakendur við að auka gæði og öryggi. Þetta er gert með hjálpargögnum, ráðgjöf og árlegum úttektum. Fundir stýrihópsins eru haldnir reglulega þar sem m.a. eru tekin fyrir viðmið.
Fulltrúar SAF
Helga Árnadóttir
Einar Torfi Finnsson
Berglind Viktorsdóttir
-
Yfirumsjón með VAKANUM er í höndum Ferðamálastofu sem hefur skipað sérstaka úrskurðarnefnd til að fjalla um álitamál sem tengjast niðurstöðum úttekta á vegum VAKANS.
Starfssvið úrskurðarnefndarinnar er þríþætt:
- Leysa úr ágreiningsmálum sem tengjast úttektum.
- Veita undanþágur frá viðmiðum ef gild rök eru fyrir hendi.
- Leysa önnur álitamál sem upp kunna að koma.
Þeir sem eiga fulltrúa nefndinni eru:
- Lögfræðingur Ferðamálastofu
- Fulltrúi frá SAF
- Fulltrúi frá Neytendasamtökunum
Fulltrúi SAF
Sigríður Ingvarsdóttir
-
IÐAN fræðslusetur ehf. varð til fyrir 12 árum við samruna fimm fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu. Eigendur IÐUNNAR eru Samtök iðnaðarins, Samiðn, MATVÍS, Grafía, FIT, VM, Bílgreinasambandið, Samtök ferðaþjónustunnar og Meistarafélag húsasmiða.
Hlutverk IÐUNNAR er fyrst og fremst að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í iðnaði. Stjórn er skipuð fulltrúum eigenda. Eignarhaldi er síðan skipt til helminga milli stéttarfélaga í iðnaði og Samtaka iðnaðarins. Stjórn fer með æðsta vald í málefnum félagsins milli aðalfunda og ber meginábyrgð á rekstri þess. Af verkefnum stjórnar á síðasta ári, fyrir utan hefðbundin stjórnarstörf, var meðal annars aðkoma að vinnu við framkvæmd fagháskólastarfs ásamt því að ráðist var í mikla stefnumótunarvinnu fyrir IÐUNA á vormánuðum.
Fulltrúi SAF
Þráinn Lárusson
-
Sviðsstjórn er rödd matvæla- og veitingagreina innan IÐUNNAR og gætir hagsmuna þeirra hvað varðar fræðsluþarfir, þjónustu og gæði. Sviðsstjórnir IÐUNNAR móta og bera ábyrgð á faglegri og fjárhagslegri stefnu viðkomandi sviðs og framkvæmd hennar. Sviðsstjórnir vinna rekstraráætlun á grundvelli stefnunnar í samráði við viðkomandi sviðsstjóra og leggja fram í upphafi hvers starfsárs til samþykktar í stjórn IÐUNNAR.
Fulltrúi SAF
Trausti Víglundsson
Varamaður
Ingólfur Haraldsson
-
Hlutverkið er skilgreint i lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og eins í reglugerð um sveinspróf, nr. 698/2009. Sveinsprófsnefnd ber ábyrgð á samningu sveinsprófs og gengur frá þeim gögnum sem nota þarf við prófið. Sveinsprófsnefnd leggur fyrir skrifleg og verkleg próf. Hún fylgist með vinnutíma próftaka og skráir upphaf og endi vinnutíma hjá hverjum og einum. Á sama hátt skráir prófnefndin á matsblað (atriðalista) vinnulag próftakans, metur og gefur einkunnir fyrir vinnuhraða og verklag. Ef vart verður við almenn vafaatriði hjá próftökum skal úr þeim leyst í heyranda hljóði ef aðstæður leyfa.
Fulltrúi SAF 2019-2023
Ólafur Örn Ólafsson
Varamaður
Julianna Ósk Laire
-
Hlutverkið er skilgreint i lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008, og eins í reglugerð um sveinspróf, nr. 698/2009. Sveinsprófsnefnd ber ábyrgð á samningu sveinsprófs og gengur frá þeim gögnum sem nota þarf við prófið. Sveinsprófsnefnd leggur fyrir skrifleg og verkleg próf. Hún fylgist með vinnutíma próftaka og skráir upphaf og endi vinnutíma hjá hverjum og einum. Á sama hátt skráir prófnefndin á matsblað (atriðalista) vinnulag próftakans, metur og gefur einkunnir fyrir vinnuhraða og verklag. Ef vart verður við almenn vafaatriði hjá próftökum skal úr þeim leyst í heyranda hljóði ef aðstæður leyfa.
Fulltrúi SAF 2019-2023
Friðgeir Ingi Eiríksson
Varamaður
Styrmir Karlsson
-
Nefndin stafar í umboði mennta- og menningarmálaráðherra og henni er sett erindisbréf. Nemaleyfisnefnd fjallar um umsóknir einstakra fyrirtækja eða meistara um heimild til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning í löggiltri iðngrein og afgreiðir þær. Menntamálaráðuneytið gefur út nemaleyfi á grundvelli afgreiðslu nemaleyfisnefndar. Nemaleyfisnefnd gengur úr skugga um að iðnfyrirtæki eða meistari er óskar eftir að taka nema á námssamning uppfylli skilyrði 11. gr. reglugerðar nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun. Menntamálaráðuneytið setur, að fengnum tillögum starfsgreinaráðs, nánari reglur um hvaða aðstaða, búnaður og verkfæri þurfi að vera til staðar á vinnustað til þess að hann uppfylli framangreind skilyrði.
Fulltrúi SAF
Ingólfur Haraldsson
-
Nefndin starfar í umboði mennta- og menningarmálaráðherra og henni er sett erindisbréf. Nemaleyfisnefnd fjallar um umsóknir einstakra fyrirtækja eða meistara um heimild til að taka nema í starfsþjálfun eða á námssamning í löggiltri iðngrein og afgreiðir þær. Menntamálaráðuneytið gefur út nemaleyfi á grundvelli afgreiðslu nemaleyfisnefndar. Nemaleyfisnefnd gengur úr skugga um að iðnfyrirtæki eða meistari er óskar eftir að taka nema á námssamning uppfylli skilyrði 11. gr. reglugerðar nr. 280/1997 um námssamninga og starfsþjálfun. Menntamálaráðuneytið setur, að fengnum tillögum starfsgreinaráðs, nánari reglur um hvaða aðstaða, búnaður og verkfæri þurfi að vera til staðar á vinnustað til þess að hann uppfylli framangreind skilyrði.
Fulltrúi SAF
Þormóður Guðbjartsson
-
Starfsgreinaráðið var skipað í apríl árið 2015. Í ráðinu eiga sæti níu fulltrúar, fjórir fulltrúar tilnefndir af Alþýðusambandi Íslands, fjórir tilnefndir af Samtökum atvinnulífsins og einn fulltrúi er tilnefndur sameiginlega af Félagi íslenskra framhaldsskóla og Kennarasambandi Íslands.
Verkefni starfsgreinaráða eru eftirfarandi og skilgreind í lögum um framhaldsskóla nr. 92/2008:
A. að skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautarlýsingar fyrir viðkomandi starfsgreinar byggjast á og eru hluti af aðalnámskrá framhaldsskóla,
B. að gera tillögur um lokamarkmið starfsnáms í samræmi við ramma um hæfniviðmið viðkomandi lokaprófs,
C. að gera tillögur að námsbrautarlýsingum fyrir einstakar námsbrautir sem framhaldsskólar geta haft til viðmiðunar,
D. að setja viðmið fyrir skiptingu náms í skóla og nám á vinnustað,
E. að gera tillögur um uppbyggingu og inntak lokaprófa í starfsnámi á sínu sviði,
F. að veita umsögn um námsbrautarlýsingar starfsnáms sem einstakir skólar leita eftir staðfestingu á,
G. að vera ráðgefandi við mat á beiðni einkaskóla um viðurkenningu á starfrækslu starfsnámsbrauta,
H. að halda skrá yfir fyrirtæki og vinnustaði sem uppfylla skilyrði til vinnustaðanáms,
I. önnur verkefni sem ráðherra felur starfsgreinaráði hverju sinni.Fulltrúar SAF 2019-2023
Sólborg I. Steinþórsdóttir
Stefán Karl SnorrasonVaramenn
Alma Hannesdóttir
Jón Gestur Ólafsson
-
Í 26. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 er fjallað um fagráð. Þar segir að starfsgreinaráð geti stofnað fagráð fyrir hverja starfsgrein. Fagráð veitir ráðgjöf um nýjungar og þróun starfsgreina á viðkomandi sviði og gerir tillögur um sérstök tilrauna- og þróunarverkefni. Starfsgreinaráð móta að öðru leyti reglur um verksvið fagráða.
Fulltrúi SAF
Friðgeir Ingi Eiríksson
Varamaður
Ólafur Helgi Kristjánsson
-
Í 26. gr. laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 er fjallað um fagráð. Þar segir að starfsgreinaráð geti stofnað fagráð fyrir hverja starfsgrein. Fagráð veitir ráðgjöf um nýjungar og þróun starfsgreina á viðkomandi sviði og gerir tillögur um sérstök tilrauna- og þróunarverkefni. Starfsgreinaráð móta að öðru leyti reglur um verksvið fagráða.
Fulltrúi SAF
Sólborg Lilja Steinþórsdóttir
Varamaður
Helgi Vigfússon
-
Samtök ferðaþjónustunnar og Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) veita árlega á aðalfundi SAF verðlaun fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Dómnefndina skipa fulltrúar Rannsóknamiðstöðvar ferðamála, SAF og Háskólans á Hólum. Jónína Lýðsdóttir skrifaði meistaraverkefnið sitt í ferðamálafræði við Háskóla Íslands en það nefnist Af skapandi ferðaþjónustu í skapandi borg: Er Reykjavík með‘etta? Í ritgerðinni kannar Jónína Reykjavík sem skapandi borg og áherslur á sköpun í tengslum við ferðaþjónustu í borginni og veltir upp tækifærum og áskorunum sem felast í skapandi ferðaþjónustu.
Fulltrúi SAF
María Guðmundsdóttir
-
Starfsgreinaráð farartækja- og flutningagreina heldur 11 fundi árlega. Ráðið sem hýst er af IÐUNNI hefur fjallað um fyrirkomulag iðnmenntunar í bílgreinum og þróun náms í flutningagreinum. Þá hefur starfsgreinaráðið á þessu starfsári komið á laggirnar námskeiðum í endurmenntun bílstjóra hjá IÐUNNI. Einnig hefur starfsgreinaráðið hvatt til þess að komið verði á fagháskólastigi bílgreina.
Fulltrúi SAF
Gunnar Valur Sveinsson
Varamaður
Rúnar Garðarsson
-
Í ráðinu sitja fagstjóri Leiðsöguskólans, skólameistari MK, ferðamálastjóri, fulltrúi Leiðsagnar – félags leiðsögumanna og fulltrúi SAF. Fundir eru haldnir tvisvar á ári, að vori og hausti. Ráðið hefur fjallað um þróun námsins, áfangalýsingar, valáfanga sem boðnir eru hverju sinni, nám í svæðisleiðsögn og fleira.
Fulltrúi SAF
Berglaug Skúladóttir
-
Innan Samtaka atvinnulífsins er starfrækt umhverfisnefnd sem í eiga sæti fulltrúar allra aðildarsamtaka SA.
Fulltrúi SAF
Anna G. Sverrisdóttir
-
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins er einkahlutafélag. Eigendur (og eignahluti) eru sem hér segir: Samtök atvinnulífsins (40%), Alþýðusamband Íslands (40%), Bandalag starfsmanna ríkis og bæja (BSRB) (10%), fjármála- og efnahagsráðuneytið (5%), Samband íslenskra sveitarfélaga (5%). Fræðslumiðstöð atvinnulífsins var stofnuð árið 2002 af ASÍ og SA. Fyrsti samningur við menntamálaráðuneytið var undirritaður á miðju ári 2003. BSRB, fjármálaráðuneyti og Samband íslenskra sveitarfélaga gerðust aðilar að FA á miðju ári 2010. Stjórn Fræðslumiðstöðvarinnar er skipuð fulltrúum ofangreindra aðila og fundar mánaðarlega. Lög um framhaldsfræðslu voru samþykkt á Alþingi í mars 2010 og tóku gildi 1. október sama ár. Yfirlýsing um eflingu framhaldsfræðslu milli stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins var undirrituð haustið 2010 og sömuleiðis var nýr þjónustusamningur um starfsemi FA til fimm ára undirritaður. Reglugerð á grundvelli framhaldsfræðslulaganna tók gildi í árslok 2011. Núgildandi samningur milli FA og MRN var undirritaður í byrjun árs 2016 og honum lýkur árið 2021. Árið 2017 er sjöunda starfsár FA á grundvelli nýrra laga. Markmið starfseminnar eru að veita markhópum framhaldsfræðslulaga tækifæri til að afla sér menntunar og bæta stöðu sína á vinnumarkaði með tilboðum um vottað nám, náms- og starfsráðgjöf og raunfærnimat hjá viðurkenndum fræðsluaðilum í framhaldsfræðslu.
Fulltrúi SAF
María Guðmundsdóttir
-
Fulltrúaráðsfundir hafa æðsta vald í málefnum háskólans er varða rekstur og fjármál. Háskólaráð er æðsta vald í innri málefnum háskólans samkvæmt reglugerð. Fulltrúaráð fundar a.m.k. einu sinni á ári og er sá fundur jafnframt aðalfundur Háskólans á Bifröst. Verkefni fundarins er að greina frá starfsemi háskólans og samþykkja ársreikning hans fyrir undanfarið rekstrarár. Fulltrúaráð Háskólans á Bifröst er skipað 15 einstaklingum og fimm til vara. Þeir sem tilnefna í fulltrúaráð Háskólans á Bifröst eru Borgarbyggð, Háskólaráð Háskólans á Bifröst, Hollvinasamtök Bifrastar, Samband íslenskra samvinnufélaga svf. og Samtök atvinnulífsins. Hver þessara aðila tilnefnir þrjá fulltrúa og einn til vara. Fulltrúi SAF er tilnefndur af SA sem aðalmaður.
Fulltrúi SAF
María Guðmundsdóttir
-
Fagráð Endurmenntunar HÍ er skipað sjö fulltrúum. Það eru fimm fulltrúar frá HÍ, verkefnastjóri námsins, námsstjóri EHÍ, kennslustjóri námsins og tveir aðrir sérfræðifulltrúar úr öðrum deildum. Því til viðbótar eiga sæti í fagráðinu fulltrúi skólanefndar Leiðsagnar – félags leiðsögumanna og fulltrúi SAF.
Hlutverk fagráðs:
- Fagráð er ráðið til tveggja ára í senn.
- Ráðgefandi í faglegum þáttum námsins.
- Ráðgefandi í stefnumótun og markmiðasetningu námsins.
- Móta tillögur um umbætur á kennslu á viðkomandi sviði og þróun náms.
- Fagráð metur umsóknir
Fastur fundur er á hverju ári í júní til að meta umsóknir næsta árs. Þar að auki eru haldnir fundir eftir því sem tilefni er til og fjallað um ýmis mál sem falla innan hlutverks fagráðs.
Fulltrúi SAF
Unnur Svavarsdóttir
-
Í stýrihópnum eiga sæti fulltrúi SAF, ASÍ, Ferðamálastofu, Stjórnstöðvar ferðamála, mennta- og menningarmálaráðuneytis auk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis. Hópurinn hittist á tveggja til þriggja vikna fresti með það að markmiði að auka hæfni starfsmanna í ferðaþjónustu. Um er að ræða verkefni til ársins 2020 sem vistað er hjá Fræðslumiðstöð atvinnulífsins.
Hlutverk stýrihóps er eftirfarandi:
A. Móta stefnu verkefnisins á sviði hæfniaukningar og forgangsraða verkefnum til skemmri og lengri tíma.
B. Greiða fyrir tengingum við hagaðila, t.d. fyrirtæki, stéttarfélög, formlega skólakerfið, ráðuneyti.
C. Meta afurðir með reglubundnum og skipulögðum hætti.
D. Önnur verkefni sem stýrihópurinn telur þörf á og verða mótuð á fundum hópsins.Fulltrúi SAF
María Guðmundsdóttir, formaður
-
Fulltrúar í fagráði eru tveir skipaðir af SAF, tveir frá ASÍ, einn frá Ferðamálastofu, Stjórnstöð ferðamála, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Verkmenntaskólanum á Akureyri, Menntaskólanum í Kópavogi, Kvasi, IÐUNNI, fræðslusetri, Háskólasamfélaginu og Samtökum sveitafélaga. Fagráðið fundaði tvisvar á sl. ári þar sem farið var yfir afurðir Hæfnisetursins og framtíðarsýn.
Hlutverk fagráðs eru eftirfarandi:
A. Ábendingar um þarfir fyrir fræðslu og heppilegar leiðir að framkvæmd fræðslu.
B. Tillögur um fræðslu og þjálfun byggt á reynslu og þekkingu aðila ráðsins.
C. Mat á afurðum sem Hæfnisetrið þróar í samvinnu við fræðsluaðila.
D. Önnur verkefni sem fagráðið telur þörf á og verða mótuð á fundum ráðsins.Fulltrúi SAF
María Guðmundsdóttir
-
Verkiðn – Skills Iceland eru samtök sem halda utan um Íslandsmót iðn- og verkgreina. Þau voru stofnuð árið 2010 og hafa síðan þá haldið Íslandsmót í Reykjavík árin 2010, 2012, 2014 og 2017. Samtök ferðaþjónustunnar eru aðilar að Verkiðn og situr Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi SAF, í stjórn. Íslandsmót iðn- og verkgreina fór fram dagana 16.–18. mars 2017 í Laugardalshöll í Reykjavík. Yfirskrift Íslandsmótsins var Mín framtíð, tóku 150 keppendur þátt í mótinu og keppt var í 21 iðngrein. Í aðdraganda mótsins var vakin athygli á verk-, tækni- og iðnnámi og þeim starfsmöguleikum sem námið hefur upp á að bjóða. Á Íslandsmótið komu vel á áttunda þúsund nemendur í 8.-10. bekkjum grunnskóla og kynntu sér iðngreinar, hvar hægt er að læra þær, fræðast um vinnubrögð og þá möguleika sem menntun í þessum greinum innifelur. Með því að fjölga nemum í iðn- og verknámi erum við að leggja grunn að enn öflugra og blómlegra atvinnulífi á Íslandi.
Fulltrúi SAF
Skapti Örn Ólafsson
-
Rannsóknamiðstöð ferðamála (RMF) er starfrækt af Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Háskólanum á Hólum. Auk háskólanna tilnefna Samtök ferðaþjónustunnar og Ferðamálastofa hvor sinn fulltrúa í stjórn RMF. Markmið miðstöðvarinnar eru að efla rannsóknir á sviði ferðamála, styrkja tengsl háskólastarfs og atvinnulífs, auka þekkingu um ferðamál og auka skilning á áhrifum ferðamennsku á hagkerfi, samfélag og umhverfi. Innlent og erlent samstarf er lykilþáttur í starfseminni, auk útgáfu fræðirita, ráðgjöf og ráðstefnu- og fyrirlestrahalds. Stjórn RMF, sem hittist þrisvar til fjórum sinnum á ári, mótar stefnu og áherslur RMF hverju sinni. Stjórnarmenn eru talsmenn RMF út á við.
Fulltrúi SAF
Bjarnheiður Hallsdóttir
-
Umhverfis- og auðlindaráðherra skipaði nefnd 14. júlí 2016 sem falið var það hlutverk að greina og kortleggja svæðið innan miðhálendislínu á heildstæðan hátt. Markmiðið með starfinu var að kanna forsendur fyrir því hvort rétt þætti að stofna þjóðgarð innan miðhálendisins, með stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs eða með annars konar fyrirkomulagi. Þar yrði m.a. horft til reynslu af starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs. Auk SAF áttu sæti í nefndinni fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Samorku, Bændasamtökunum, Samtökum útivistarfélaga, frjálsum félögum á sviði umhverfismála og forsætisráðuneytisins. Formaður nefndarinnar var ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. Nefndin lauk störfum og skilaði ráðherra skýrslu þann 7. nóvember 2017.
Fulltrúi SAF
Anna G. Sverrisdóttir
-
Haustið 2015 óskaði sveitarstjórn Rangárþings ytra eftir aðkomu SAF að vinnuhóp um framtíðarskipulag Landmannalauga. Vinnan sneri að undirbúningi og vinnu að gerð deiliskipulags fyrir Landmannalaugar. Deiliskipulagsvinnunni, sem byggir á verðlaunasamkeppni, er nú lokið, hefur þegar farið í kynningarferli og verið sent Skipulagsstofnun. Í vinnuhópnum voru, auk aðila úr sveitarstjórn Rangárþings ytra og arkitektanna sem stóðu að vinningstillögunni, fulltrúar frá Umhverfisstofnun, Ferðafélagi Íslands og forsætisráðuneyti.
Fulltrúi SAF
Anna G. Sverrisdóttir
-
Nefndin er skipuð til þriggja ára samkvæmt 6. gr. laga nr. 20/2016 um landsáætlun um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum. Hlutverk ráðgjafarnefndarinnar er að vera verkefnisstjórn til ráðgjafar og samráðs við undirbúning stefnumarkandi landsáætlunar til tólf ára. Nefndin var skipuð 9. Febrúar 2017. Fyrsta stefnumarkandi landsáætlun verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi 2018.
Fulltrúi SAF
Anna G. Sverrisdóttir
Varamaður
Gunnar Valur Sveinsson
-
Umhverfismerkjaráð er starfrækt utan um Svaninn, umhverfismerki Norðurlandaráðs. Haldnir eru fjórir fundir árlega þar sem farið er yfir málefni sem varða rekstur Svansins og kostnað við þátttöku bæði hér á landi og á Norðurlöndum. Þá eru viðmið og kröfur yfirfarnar með reglulegu millibili.
Fulltrúi SAF
Gunnar Valur Sveinsson
Varamaður
Salvör Lilja Brandsdóttir
-
Stýrihópur Bláfánans er skipaður fulltrúum nokkurra félagasamtaka og stofnana sem koma að málefnum haf- og strandsvæða. Hlutverk stýrihópsins er að veita faglega leiðsögn í verkefninu og kemur hann saman til fundar einu sinni til tvisvar á ári. Jafnframt sinnir hluti stýrihópsins störfum innlendrar dómnefndar en starfsmenn Landverndar vinna úr umsóknum og sinna eftirliti með þeim aðilum sem flagga Bláfánanum.
Fulltrúi SAF
Rannveig Grétarsdóttir
Varamaður
Salvör Lilja Brandsdóttir
-
Hlutverk fagráðs um flugmál er að vera samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra til ráðuneytis um flug- og loftferðamál. Fagráðið er skipað í samræmi við ákvæði 2. mgr. 3. gr. laga um Samgöngustofu, stjórnsýslustofnun samgöngumála, nr. 119/2012. Helstu verkefni fagráðs um flugmál eru að fjalla um og eftir atvikum veita umsögn um a) lagafrumvörp og drög að reglugerðum er varða flugmál, b) tillögu samgönguráðs að samgönguáætlun sbr. lög um samgönguáætlun, stefnumótun í flugmálum, c) önnur þau mál sem ráðherra eða einstaka fulltrúar fagráðsins óska eftir að ráðið taki til umfjöllunar, mál sem eru í vinnslu í ESB og kynna innleiðingu vegna EES-gerða. Skipunartími er frá og með 1. júní 2017 til tveggja ára.
Fulltrúi SAF
Herdís Þorvaldsdóttir
Varamaður
Hilmar B. Baldursson
-
Fagráð um umferðarmál hefur haldið þrjá fundi á starfsárinu. Á fundunum hefur m.a. verið farið yfir slysaskýrslur í umferð, umferðaröryggi, væntanlegar áætlanir um breytingar á umferðarlögum, áætlaða Borgarlínu og áhrif Brexit á flutningamarkað hér á landi.
Fulltrúi SAF
Gunnar Valur Sveinsson
-
Á grundvelli samnings SAF, Reykjavíkurborgar, lögreglu og slökkviliðs var settur á laggirnar samstarfshópur samningsaðila. Hlutverk hópsins, sem fundar fjórum til sex sinnum á ári, er að endurskoða og betrumbæta samninginn sé þess þörf. Þá skoðar hópurinn einnig þróun öryggismála á veitingastöðum og nágrenni þeirra með það að markmiði að umhverfi gesta verði öruggara.
Fulltrúi SAF
Gunnar Valur Sveinsson
-
Nefndin er skipuð 22 aðilum víðs vegar úr borginni. Nefndinni er stýrt af Stefáni Eiríkssyni borgarritara og Sæunn Ósk, verkefnastjóri miðborgarmála, heldur utan um störf nefndarinnar. Meginviðfangsefni nefndarinnar er að huga að utanumhaldi um málefni miðborgar. Stýrihópnum var ætlað að skoða núverandi fyrirkomulag og stefnuhætti og gera tillögu að framtíðarfyrirkomulagi gagnvart miðborginni. Einnig að fara yfir og koma með tillögur fyrir borgarráð að úthlutun styrkja til hinna ýmsu mála sem snúa að því að betrumbæta miðborgina. Fundað var á tveggja vikna fresti á síðasta ári en fyrir árið 2018 var ákveðið að fækka niður í einu sinni á mánuði auk árstíðabundinna funda þegar þörf er.
Fulltrúar SAF
Einar Sturla Moinichen
Ólafur Torfason
-
Menningar- og ferðamálaráð starfar í umboði borgarráðs samkvæmt samþykkt fyrir ráðið. Ráðið mótar stefnu í menningar-, ferða- og markaðsmálum, tekur ákvarðanir og gerir tillögur til borgarráðs hvað varðar verksvið þess. Meðal verkefna ráðsins sem snýr að ferðamálum eru málefni Höfuðborgarstofu í samræmi við ferðamálastefnu Reykjavíkurborgar, þá á ráðið á að vinna að því að því að efla og samræma kynningar- og markaðsmál Reykjavíkur til að styrkja stöðu höfuðborgarinnar í alþjóðlegri samkeppni á sviði ferðamála.
Fulltrúi SAF
Rannveig Grétarsdóttir, áheyrnarfulltrúi
Varamaður
Þórir Garðarsson