Umhverfisverðlaun atvinnulífsins 2018

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins voru afhent 17. október við hátíðlega athöfn á Umhverfisdegi atvinnulífsins. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, afhenti verðlaunin. Umhverfisfyrirtæki ársins er Toyota en framtak ársins á sviði umhverfismála á Skinney-Þinganes.

Sjá nánar hér

Upptökur frá deginum eru nú aðgengilegar í Sjónvarpi atvinnulífsins á vef SA ásamt svipmyndum frá málstofum þar sem var kafað dýpra í efnið.

 

Sjá nánar hér

 

Samtök atvinnulífsins, Samorka, Samtök ferðaþjónustunnar, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu þakka þér fyrir þátttökuna og vonandi sjáumst við að ári, miðvikudaginn 9. október 2019 í Norðurljósasal Hörpu.

 

Hægt er að skoða myndir frá deginum á Facebook.