Samtök ferðaþjónustunnar og Rannsóknasetur verslunarinnar hafa tekið höndum saman og munu birta áhugaverðar staðreyndir um erlenda kortaveltu fyrir árið 2023 úr gögnum Veltunnar sem byggja aðeins á upplýsingum frá innlendum færsluhirðum. Veltan er gagnatorg Rannsóknaseturs verslunarinnar sem er notað af stjórnendum í íslensku atvinnulífi til þess að fylgjast með stærð og þróun smásölumarkaða á Íslandi. https://veltan.is/
Ferðaþjónusta var stærsta einstaka útflutningsstoð þjóðarbúsins í fyrra og gögn Veltunnar mikilvægur liður í upplýsingagjöf um erlenda ferðamenn hér á landi.
Hér má sjá áhugaverðar staðreyndir um erlenda kortaveltu fyrir árið 2023: