Erlend kortavelta árið 2023

Samtök ferðaþjónustunnar og Rannsóknasetur verslunarinnar hafa tekið höndum saman og munu birta áhugaverðar staðreyndir um erlenda kortaveltu fyrir árið 2023 úr gögnum Veltunnar sem byggja aðeins á upplýsingum frá innlendum færsluhirðum. Veltan er gagnatorg Rannsóknaseturs verslunarinnar sem er notað af stjórnendum í íslensku atvinnulífi til þess að fylgjast með stærð og þróun smásölumarkaða á Íslandi. https://veltan.is/

Ferðaþjónusta var stærsta einstaka útflutningsstoð þjóðarbúsins í fyrra og gögn Veltunnar mikilvægur liður í upplýsingagjöf um erlenda ferðamenn hér á landi.

Hér má sjá áhugaverðar staðreyndir um erlenda kortaveltu fyrir árið 2023:

Erlend kortavelta árið 2023 nam 315 milljörðum króna.
Erlend kortavelta jókst um 27% á milli 2022 og 2023.
Brottfarir erlendra farþega frá landinu um Keflavíkurflugvöll voru um 2,2 milljónir 2023 og jókst fjöldi þeirra um 31% frá fyrra ári.
Hótelgisting var stærsti einstaki undirliður af heildarveltu ferðamanna árið 2023.
Ferðamenn frá Bandaríkjunum eyddu langmest af erlendum ferðamönnnum árið 2023.
Ferðamenn frá Bretlandi eyddu næstmest af erlendum ferðamönnnum árið 2023.
Þýskir ferðamenn eyddu 19,5 milljörðum króna á Íslandi árið 2023 eða 6% af heildarveltu ferðamanna.
19,1 milljarðar króna af erlendri kortaveltu árið 2023 runnu til stórmarkaða og dagvöruverslana – eða um 6%.
Gjafa- og minjagripaverslanir stóðu fyrir 2% af erlendri kortaveltu á árinu 2023.
Bílaleigur stóðu fyrir rúmlega 10% af erlendri kortaveltu hér á landi árið 2023.