Verðlaun fyrir lokaverkefni um ferðamál fyrir skólaárið 2013

Á aðalfundi SAF í gær fór fram Verðlaunaafhending Rannsóknamiðstöðvar ferðamála með fulltingi Samtaka ferðaþjónustunnar,  en 100.000 króna verðlaun voru veitt fyrir framúrskarandi lokaverkefni um ferðamál sem unnið er af nemanda við háskóla hér á landi. Verkefni sem til greina komu voru tilnefnd af kennurum þeirra þriggja opinberu skóla sem sinna kennslu og rannsóknum í ferðamálum, Háskóla Íslands, Háskólanum á Akureyri og Hólaskóla. Þau gátu verið lokaverkefni úr grunnnámi eða framhaldsstigi. Niðurstaða dómnefndar var að verðlaunin í ár hlyti ritgerð Paavo Olavi Sonninen sem fjallar um hæfni leiðsögumanna og þjálfunarþörf þegar kemur að ævintýraferðum. Um er að ræða meistararitgerð frá viðskiptafræðideild Háskóla Íslands en Árný Elíasdóttir og Gylfi Dalmann Aðalsteinsson voru leiðbeinendur.

Sjá nánar fréttatilkynningu frá RMF vegna veðlaunanna og rökstuðning dómnefndar hér : Lokaverkefnisverdlaun 2014 

Mynd: F.v. Árni Gunnarsson, formaður SAF, Paavo Olavi Sonninen og Edward Huijbens RMF.