Jóhannes Þór Skúlason nýr framkvæmdastjóri SAF

[:IS]Jóhannes Þór Skúlason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Jóhannes Þór var valinn úr hópi 41 umsækjanda um starfið.
Jóhannes Þór er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands auk þess að vera með kennsluréttindi frá sama skóla. Undanfarið hefur hann starfað sem aðstoðarmaður formanns Miðflokksins ásamt því að hafa umtalsverða reynslu úr stjórnmálum og  stjórnsýslu á umliðnum árum, m.a. sem aðstoðarmaður forsætisráðherra. Þá hefur Jóhannes Þór starfað sem grunnskólakennari og almannatengslaráðgjafi ásamt því að hafa verið talsmaður InDefence hópsins.
Jóhannes Þór er kvæntur Æsu Strand Viðarsdóttur, bókasafns- og upplýsingafræðingi við Listaháskóla Íslands, og eiga þau saman tvö börn á unglingsaldri.
„Samtök ferðaþjónustunnar bjóða Jóhannes Þór velkominn til starfa. Það er akkur fyrir okkur að fá jafn öflugan einstakling og Jóhannes Þór til að leiða það kraftmikla starf sem unnið er á skrifstofu SAF og á vettvangi samtakanna. Jóhannes Þór býr yfir mikilli reynslu í því að gæta hagsmuna brýnna málefna og væntum við mikils af hans störfum fyrir þá mikilvægu atvinnugrein sem ferðaþjónustan er fyrir íslenskt samfélag,“ segir Bjarnheiður Hallsdóttir formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
„Ég hlakka til að takast á við nýjar og spennandi áskoranir á vettvangi ferðaþjónustunnar. Ég hef fylgst með starfsemi SAF á undanförnum árum og veit að samtökin eru öflugur málsvari fyrir atvinnugreinina. Á næstu misserum liggur fyrir að takast þarf á við flókin úrlausnarefni sem snerta ferðaþjónustu á Íslandi. Ég er óhræddur við að takast á við krefjandi áskoranir og geng jákvæður og bjartsýnn til verka á vettvangi samtakanna,“ segir Jóhannes Þór Skúlason, nýráðinn framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór hefur störf hjá SAF 10. júní næstkomandi. Hann tekur við af Helgu Árnadóttur sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna frá árinu 2013.[:]

Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …