Rafrænar kosningar á aðalfundi SAF 2024

Rafræn kosning til stjórnar Samtaka ferðaþjónustunnar er hafin og stendur fram yfir kynningu frambjóðenda á aðalfundi samtakanna sem fram fer fimmtudaginn 21. mars á Hilton Reykjavík Nordica.

Í ár verður kosið um þrjú almenn stjórnarsæti, til tveggja ára. Alls bárust sex framboð til stjórnar SAF. Eitt framboð barst til formanns SAF og er Pétur Óskarsson, framkvæmdastjóri Viator ehf. því sjálfkjörinn formaður.

Frambjóðendur til stjórnar SAF eru eftirtaldir í stafrófsröð – smellið á tenglana til að sjá kynningu frambjóðenda:

Hér má sjá kynningu á Pétri Óskarssyni:

Sem kunnugt er hefur hver félagsmaður atkvæðamagn á aðalfundi í hlutfalli við greitt félagsgjald í SAF um síðastliðin áramót. Hverjum heilum þúsund krónum greiddra félagsgjalda fylgir eitt atkvæði. Á atkvæðaseðlinum er tiltekið hversu mörg atkvæði fyrirtækið á rétt á í atkvæðagreiðslunni. Forsvarsmenn fyrirtækja í Samtökum ferðaþjónustunnar hafa fengið sendan tölvupóst með upplýsingum um kjörið.

Til að taka þátt í kjörinu smellir þú á tengilinn „Taka þátt“ hér að neðan og þá færist þú yfir á innskráningarsíðu. Eftir auðkenningu er atkvæðaseðillinn aðgengilegur.  Athugið að einungis er hægt að kjósa einu sinni.

Könnuður ehf. annast rafrænar kosningar fyrir hönd Samtaka ferðaþjónustunnar. Öll meðhöndlun gagna tryggir að svör verða aldrei rakin til einstakra kjósenda.

Þeir félagsmenn sem lenda í vandræðum með að kjósa er bent á að senda tölvupóst á netfangið saf@saf.is

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …