Tillögur SAF að skilvirkara eftirliti með erlendri og ólöglegri starfsemi

[:IS]

Samtök ferðaþjónustunnar kynntu í dag tillögur á 9 sviðum um aðgerðir til að takmarka erlenda og ólöglega starfsemi í ferðaþjónustu á Íslandi. Tillögurnar taka á ýmsum sviðum eftirlits níu opinberra stofnana og fjalla meðal annars um mikilvægi þess að komið verði á lögbundum samstarfsvettvangi eftirlitsaðila. Þær byggja á reynslu eftirlitsaðila og félagsmanna samtakanna og miða að því að koma í veg fyrir skakka samkeppnisstöðu á ferðaþjónustumarkaði.
Tillögurnar taka á eftirfarandi sviðum:

  • Átak gegn skattsvikum
  • Rekstrarleyfi
  • Sjálfboðaliðastarfsemi
  • Eftirlit með erlendum ökutækjum
  • Samvinna eftirlitsaðila
  • Heimagisting
  • Fjármagn og mannaflaþörf
  • Afleiðingar brota og fælingarmáttur
  • Ábendingar og viðbrögð

Til mikils er að vinna. Óáreitt brotastarfsemi erlendra fyrirtækja sem fara ekki að lögum og kjarasamningum sem gilda á Íslandi, og stunda í krafti þess stórfelld undirboð í samkeppni við fyrirtæki sem fara að lögum í ferðaþjónustu, veldur því að samkeppnisstaða íslenskra fyrirtækja versnar mikið, atvinnuöryggi launþega minnkar og samfélagið verður af miklum tekjum.
Íslensk ferðaþjónusta er í daglegri samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu sem gerir fyrirtækjum kleift að stunda viðskipti yfir landamæri hindrunarlítið. Það er mikilvægt að ítreka að Samtök ferðaþjónustunnar amast ekki við eðlilegri samkeppni sem fram fer samkvæmt íslenskum lögum og alþjóðasamningum sem Ísland er aðili að. Vandamálið er að fjöldi fyrirtækja nýtir sér það frelsi sem felst í viðskiptum yfir landamæri og of máttlítið og óskilvirkt eftirlit á íslenskum ferðaþjónustu- og vinnumarkaði til að stunda óáreitta brotastarfsemi sem skekkir samkeppnisgrundvöllinn.
Það eru sameiginlegir hagsmunir atvinnurekenda, launþega og hins opinbera að stöðva skattsvik, félagsleg undirboð og aðra starfsemi í ferðaþjónustu sem ekki fylgir lögum, reglum og kjarasamningum. Árangur í baráttu við brotastarfsemi í ferðaþjónustu leiðir til jafnara samkeppnisumhverfis og betri afkomu ferðaþjónustufyrirtækja, tryggari atvinnu og betri réttinda starfsfólks í ferðaþjónustu og eykur tekjur ríkisins sem nýtast til uppbyggingar samfélagsins.
Til að árangur náist þarf eftirlit opinberra stofnana, lögreglu og annarra aðila sem mælt er fyrir um í lögum að vera skilvirkt, samstillt og nægilega vel fjármagnað.[:]

Tengdar fréttir

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) boða til opins fundar um vetrarþjónustu og öryggismál á íslenska vegakerfinu. Fundurinn fer …

Síðustu vikur hefur fjöldi ferðaþjónustuaðila stigið fram og rætt stöðuna í atvinnugreininni og áhrif boðaðra skattabreytinga á rekstur ferðaþjónustufyrirtækja og verðmætasköpun greinarinnar …

Samtök ferðaþjónustunnar og Swiss Hotel Management School (SHMS) standa að rafrænni Masterclass vinnustofu miðvikudaginn 26. nóvember nk. undir yfirskriftinni Empowering Service Excellence through Leadership and Team Collaboration.  📅 26. nóvember 2025⏱️ 13:00 – 16:00📍 Í netheimum // ZOOM🎟️ 9.900 kr / 19.900 kr  …

Formaður SAF og forsætisráðherra - ferðaþjónustudagurinn 2025

Ferðaþjónustudagurinn 2025 var haldinn í Silfurbergi í Hörpu þann 23. október síðastliðinn. forsætis- og ferðamálaráðherra tóku þátt í fundinum og ræddu stöðu …

Ríkisstjórnin hefur kynnt að hækka skuli vörugjöld á ökutæki frá og með næstu áramótum. Hækkunin nemur nærri tvöföldun og mun hækka verð …

Ekki hafa allir stjórnmálamenn aldur til að muna hvernig ferðaþjónustan birtist eins og upplýstur björgunarbátur út úr svartnættinu sem lá yfir öllu …