Hallgrímur Lárusson

Hallgrímur Lárusson, eigandi og framkvæmdastjóri Snæland Grímsson

Ég er annar eigandi hópferðafyrirtækisins Snæland Grímsson ehf. og starfa þar sem framkvæmdastjóri. Nánast allan minn starfsaldur hef ég unnið hjá Snæland og gengið í öll störf sem þar hafa verið í boði. Ég hef mikin áhuga á sölu og markaðsetningu á Íslenskri ferðaþjónust erlendis og hef alltaf tekið virkan þátt í því starfi hjá mínu fyrirtæki og geri enn.

Ég hef verið virkur í starfsemi SAF frá upphafi, setið í ferðaskrifstofunefnd SAF og verið fyrir hönd SAF í stjórn „Ísland allt árið“ og í Fagráði Íslandsstofu. Ég er baráttumaður og vil sjá hag ferðaþjónustunnar sem mestan nú og til framtíðar.

Ég býð mig fram til stjórnar SAF í þeirri von að þekking mín og reynsla nýtist sem best til að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Verkefnin hafa aldrei verið jafn brýn og þessa dagana. Ég tel að reynslubolti á borð við mig eigi mikið erindi í stjórn samtakanna.

Þeir sem hafa starfað lengi í ferðaþjónustu hafa upplifað marga krísuna, en aldrei neitt líkt ástandinu síðustu vikurnar. Berlega hefur komið í ljós hvaða atvinnugrein það er sem dregur vagninn í íslensku hagkerfi. Margir sem áður töluðu niður til ferðaþjónustunnar hafa áttað sig á mikilvægi hennar og hafa hljótt um sig þessa dagana.

Þegar birtir á ný og ferðaþjónustan kemst aftur í gang verður margt breytt. Mikilvægt er að fylgja eftir og nýta þann skilning sem sem hefur skapast á gildi ferðaþjónustunnar. Þeim árangri náum við meðal annars með góðum tengslum við stjórnvöld og fólkið í landinu og með því að stundu öflug markaðsstarf erlendis


Tengdar fréttir

Menntadagur atvinnulífsins 2026 fer fram miðvikudaginn 11. febrúar kl. 13:00-16:00 á Hilton Reykjavík Nordica undir yfirskriftinni „Framtíðin kallar. Er menntakerfið að hlusta?“ …

Hópmálsókn evrópskra hótela gegn Booking.com hefur nú verið lögð formlega fram fyrir dómstól í Amsterdam. Málið snýr að kröfum um skaðabætur vegna …

Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar 2026 fer fram fimmtudaginn 26. mars á Hilton Reykjavík Nordica. Skráning á aðalfundinn og nánari dagskrá verður kynnt er nær …

Ferðaþjónustuvikan 2026 fór fram dagana 13.-15. janúar sl. en þar er áhersla lögð á að auka vitund um mikilvægi ferðaþjónustunnar, sem og …

Okkur Íslendingum finnst gaman að lifa og njóta. Við viljum fara út að borða með vinahópnum, skjótast í rómantíska helgarferð innanlands með …

Við upphaf Ferðaþjónustuvikunnar 2026 hittust um 150 konur í ferðaþjónustu í glæsilegu heimboði Íslandshótela á Fosshótel Reykjavík. Þar voru samankomnar konur víðsvegar …