Ólöf Einarsdóttir

Ólöf Einarsdóttir, eigandi Mountaineers of Iceland

Hef setið í stjórn SAF í 2 ár og er ákaflega stolt af því að hafa fengið að vera með í því mikla starfi sem unnið er innan Samtakanna okkar allra, innilegar þakkir fyrir veitt atkvæði fyrir 2 árum síðan.

Ég hef starfað við ferðaþjónustu síðan  1991 þegar ég kláraði  leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi  og vann ég sem bílstjóri og leisögumaður  í ansi mörg ár samhliða skrifstofu vinnu. Árið 1998 hóf ég störf hjá innanlandsdeild Úrvals Útsýnar síðar Ferðaskrifstofu Íslands við móttöku á ferðamönnum til Íslands, tilboðsgerð í allar tegundir hópa, hvataferðir, sérhópar, einstaklingar, reikningar, frágangur og vinnsla.

Árið 2001 skipti ég um vettvang og fór á ferðaskrifstofuna Atlantik og vann að uppbyggingu hvataferðadeildar og framkvæmd skemmtiferðaskipa.

Undanfarin 15 ár hef ég unnið sem framkvæmdarstjóri við fyrirtæki okkar Herberts eiginmanns míns, Fjallamenn ehf. / Mountaineers of Iceland og hefur það kallað á alla mína athygli, reynslu og kunnáttu.  Hef fullan áhuga fyrir eflingu ferðaþjónustunnar í heild sinni og ég tel að með mína reynslu geti ég unnið mjög gott áframhaldandi starf fyrir félagsmenn SAF ekki síst núna á þessum erfiðu tímum sem herja á okkur öll .

Það er einlæg von mín að starfskraftar mínir geti haft eitthvað að segja um málefni sem tengjast ferðaþjónustunni og  haldið áfram því góða starfi  sem hafa verið unnin undanfarin ár og blása aftur til sóknar eins og við erum svo sterk í að gera .

Saman stöndum við sterk.

Með bestu kveðju,
Ólöf Einarsdóttir


Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …