Unnur Svavarsdóttir

Unnur Svavarsdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri GoNorth

Ég hef starfað í ferðaþjónustu alla mína starfsævi, hjá nokkrum mismunandi fyrirtækjum frá því ég byrjaði sem sumarstarfsmaður á eldhúsbíl sumarið 1984. Eftir háskólanám í jarðfræði hef ég verið í ýmsum stjórnunarstörfum, hjá ferðaskrifstofum, bílaleigu, dagsferðarfyrirtæki og flugfélagi. 

Að loknu meistaranámi í verkefnastjórnun var komið að því að stofna eigin ferðaskrifstofu með áherslu á að þjónusta erlenda gesti sem koma til Íslands. Grunnur var lagður að GoNorth við upphaf eldgossins í Eyjafjallajökli vorið 2010 og hófst starfsemi þá um haustið. Á þeim tíu árum sem eru liðin frá því að GoNorth var stofnað höfum við vaxið upp í að vera í dag 9 stöðugildi.  

Ég hef setið í Ferðaskrifstofunefnd SAF nokkrum sinnum og stundum verið formaður þeirrar nefndar. Ég ákvað að bjóða mig fram til stjórnar SAF áður en Covid-19 réðist að okkur, mig langar að leggja mitt af mörkum til framþróunar ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og ég ætla mér að ferðaþjónustan verði áfram minn starfsvettvangur eftir Covid-19.  

Ég vil leggja mig fram við að hlusta á raddir allra félagsmanna SAF, vinna að því að við komum heil út úr þessum hörmungum og eigum skemmtilega framtíð. Ferðaþjónustan er fólk, við þurfum öll að standa saman.


Tengdar fréttir

Fimmtudaginn 25. september sl. bauð afþreyingarnefnd Samtaka ferðaþjónustunnar til félagsfundar undir yfirheitinu „Öryggismál í ævintýraferðaþjónustu“. Tilefni fundarins var m.a. sú umræða sem …

Ferðaþjónustudagurinn 2025 fer fram í Silfurbergi í Hörpu fimmtudaginn 23. október kl. 14.00.  Á Ferðaþjónustudeginum verður rætt um ferðaþjónustu með tilliti til …

Vissir þú að framleiðni í hótel- og veitingarekstri óx þrefalt hraðar en í hagkerfinu í heild á síðustu fimm árum? Og það …

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …