Arnar Freyr Ólafsson

Arnar Freyr Ólafsson, eigandi og stjórnarformaður Southdoor.

Arnar er fæddur árið 1973 og hefur starfað innan ferðaþjónustunnar frá árinu 2011 í kjölfar kaupa á Hótel Skógum. Á næstu þremur árum bættist Árhús og Hótel Hella við eignasafnið og hefur hann séð um daglegan rekstur á samstæðunni síðan. Arnar Freyr er menntaður alþjóða fjármálafræðingur frá The University of Alabama og í kjölfar útskriftar árið 1998 starfaði hann sem sérfræðingur hjá bönkunum fram til ársins 2007.

Arnar Freyr hefur komið að mörgum viðsnúningsverkefnum á rekstri fyrirtækja áður en hann einbeitti sér að eigin rekstri. Meðfram vinnu hefur hann setið í fjölmörgum stjórnum og er nú varaformaður stjórnar Judosambands Íslands. Arnar Freyr hefur lokið námskeði frá Akademias sem viðurkenndur stjórnarmaður. Á fyrri árum var Arnar í landsliði Íslands í sundi og er margfaldur Íslandsmeistari og Íslandsmethafi.

Arnar Freyr býr að langri reynslu þegar kemur að atvinnurekstri og setu í stjórnum fyrirtækja og vonast til að fá tækifæri til að láta reynsluna nýtast atvinnugreininni allri. Hann óskar eftir stuðningi hjá félagsmönnum í SAF til setu í stjórn samtakanna.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …