Ragnhildur Ágústsdóttir

Ragnhildur Ágústsdóttir, stofnandi og eigandi Lava Show.

Ég heiti Ragnhildur Ágústsdóttir og gef kost á mér til setu í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar. Ég er athafnakona með fjölbreyttan bakgrunn og mikla reynslu af stjórnun og rekstri. Ég er viðskiptafræðingur að mennt með meistaragráðu í stjórnun og stefnumótun og starfaði hjá Expectus sem ráðgjafi á því sviði um nokkurt skeið.

Ég hef lengi verið viðloðandi tæknigeirann, fyrst sem framkvæmdastjóri í fjarskiptageiranum, næst sem ábyrgðaraðili hýsingar og reksturs hjá Advania og síðastliðin 6 ár sem stjórnandi hjá Microsoft á Íslandi og í Danmörku. Þá er ég annar stofnenda ICELANDIC LAVA SHOW, fyrstu og einu hraunsýningu heims, sem opnaði í Vík í Mýrdal haustið 2018 og stefnir að opnun annars útibús í Reykjavík á komandi sumri en ICELANDIC LAVA SHOW hlaut einmitt nýsköpunarverðlaun ferðaþjónustunnar 2021. Loks hef ég góða reynslu af stjórnarsetu bæði hjá fyrirtækjum og félagasamtökum, m.a. hjá LAVA SHOW, Markaðsstofu Suðurlands, og Styrktarfélagi barna með einhverfu (Blár apríl) svo fátt eitt sé nefnt.

Ég tel að drifkraftur minn, heiðarleiki, metnaður fyrir hönd greinarinnar, hæfni í mannlegum samskiptum og vilji til að láta gott af mér leiða séu allt afgerandi eiginleikar sem ég kem með að borðinu. Því yrði mér heiður að fá tækifæri til að leggja mitt af mörkum til að efla starf Samtaka ferðaþjónustunnar sem stjórnarmaður.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …