Sævar Guðjónsson

Sævar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð.

Sævar Guðjónsson heiti ég og er eigandi og framkvæmdarstjóri Ferðaþjónustunnar Mjóeyri við Eskifjörð sem við hjónin Berglind Steina höfum verið að byggja upp frá árinu 2004 . Saman rekum við einnig veitingastaðinn Randulffs-sjóhús og erum hluthafar í Hótel Eskifirði. Á uppbyggingar tímanum höfum við farið í gegnum stórar efnahagskrísur ásamt öðrum áföllum og komum út úr þeim uppistandandi og reynslunni ríkari.

Ég hef verið félagi í SAF síðan 2004, fyrst sem hluthafi Austfjarðaleiðar en svo fyrir hönd Mjóeyrar og tel ég að nú sé kominn tími til að leggja mitt af mörgum til stjórnar samtakanna. Ég er sannfærður um að reynsla mín muni nýtast vel í stjórn SAF ekki síst sem rödd landsbyggðarinnar, leiðsögumanna og afþreyingar fyrirtækja.

Það eru svo sannarlega krefjandi tímar framundan og er ég sannfærður um að við náum að standa yfirstandandi storm af okkur. Við þurfum að halda áfram að taka vel á móti þeim fjölmörgu gestum sem vilja sækja fallega og örugga landið okkar heim og að byggja upp sterka atvinnugrein til framtíðar!

Til að nýta tækifæri okkar sem best er mikilvægt að nýta landið ALLT svo og allar gáttir þess, en aðeins þannig styrkjum við veiku hlekkina í annars sterkri keðju ferðaþjónustu fyrirtækja allt í kringum landið.

Tengdar fréttir

Samtök atvinnulífsins og aðildarsamtök hafa opnað fyrir tilnefningar til Umhverfisverðlauna atvinnulífsins 2025. Hvetja samtökin aðildarfyrirtæki til að senda inn tilnefningar eigi síðar …

Vesturland sótt heim

Á dögunum gerðu Samtök ferðaþjónustunnar víðreist um Vesturland þar sem formaður og starfsfólk samtakanna hittu fyrirtæki í ferðaþjónustu, forystufólk í sveitarstjórnum og …

Fjöldi kvenna í ferðaþjónustu komu saman í Gamla kvennaskólanum sl. miðvikudag til þess að fagna upphafi verkefnisins Konur í ferðaþjónustu sem Samtök …

Samtök ferðaþjónustunnar hafa skilað umsögn til forsætisráðuneytisins um áform um atvinnustefnu Íslands til 2035, sem kynnt voru í Samráðsgátt stjórnvalda 11. ágúst. …

Eitt ár er þar til Íslendingar upplifa almyrkva á sólu í fyrsta sinn síðan 1954. Um sögulegan atburð er að ræða því …

Evrópusambandið hefur undanfarin ár unnið að rafrænu skráningarkerfi ferðamanna sem ferðast inn fyrir sameiginleg landamæri Schengen svæðisins – svokölluðu Entry/Exit System(skammstafað EES). …