Hefði það jákvæð áhrif að hækka VSK á ferðaþjónustu í 24%?
Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta njóti sérstaks afsláttar af virðisaukaskatti og að miklar skatttekjur myndu skila sér í ríkiskassann ef VSK á ferðaþjónustu væri hækkaður í 24%
Það er hins vegar ekki rétt.
Niðurstöður rannsóknar með þjóðhagslíkani Ferðamálastofu, sem er sams konar verkfæri og Seðlabankinn notar til að spá fyrir um þróun efnahagsmála og ríkisstjórnir byggja ákvarðanir á, sýna að hækkun VSK á ferðaþjónustu í 24% myndi hafa veruleg neikvæð áhrif:
- Samkeppnishæfni greinarinnar veikist og eftirspurn minnkar
- Landsframleiðsla minnkar
- Hagvöxtur inn í framtíðina minnkar
- Gengi krónunnar veikist
- Verðlag hækkar og verðbólga eykst
- Þær skatttekjur sem margir telja að verði til skila sér ekki til ríkisins
- Skatttekjur lækka í framtíðinni miðað við það sem annars hefði orðið
- Reynsla og rannsóknir margra Evrópuríkja staðfesta að hækkun VSK á ferðaþjónustu lækkar landsframleiðslu og opinberar skatttekjur en að lækkun VSK hefur gagnstæð áhrif.
Þessar niðurstöður rannsóknar með þjóðhagslíkani með ferðaþjónustugeira sýna að hækkun VSK á ferðaþjónustu væri óábyrg efnahagsleg aðgerð sem skilar ekki væntum skatttekjum í ríkissjóð og veikir landsfamleiðslu og hagvöxt til framtíðar. Það er því þjóðhagslega mikilvægt að ferðaþjónusta verði áfram í lægra VSK þrepi.
Hér að neðan eru fimm staðreyndir um ferðaþjónustu og virðisaukaskatt. Hægt er að deila myndinni á samfélagsmiðlum með því að nota rauða “Deila” takkann neðst á myndinni. Einnig má opna hana í vafra hér: https://infogram.com/stadreyndir-um-ferdathjonustu-og-virdisaukaskatt-1h9j6q7p9lpz54g?live
Hægt er að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF