ÁLAGSSTÝRING Á FJÖLSÓTTUM FERÐAMANNASTÖÐUM Silfurberg í Hörpu, 7. okt. 2024
Á Ferðaþjónustudeginum 2024, sem haldinn er í samstarfi SAF, Ferðamálastofu, Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þingvallaþjóðgarðs, verður sjónum beint að áskorunum og reynslu af álagsstýringu á áfangastöðum hér á landi sem erlendis og nauðsynlegu samtali stjórnvalda og fyrirtækja í ferðaþjónustu um viðfangsefnið. Þá verður jafnframt horft til þess hvernig álagsstýring birtist í markmiðum og aðgerðum í nýsamþykktri ferðamálastefnu.
Ráðstefnan á meðal annars erindi við eigendur, stjórnendur og starfsfólk ferðaþjónustufyrirtækja sem og aðra hagsmunaaðila, þ.á.m. stjórnmálamenn og starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stjórnsýslustofnana sem snerta reglusetningu og stýringu ferðaþjónustu á fjölbreyttan hátt, eigendur áfangastaða í einkaeigu og fjárfesta, rannsóknaraðila. Öllum sem vilja afla sér aukinnar þekkingar á þróun ferðaþjónustu á Íslandi næstu ár er velkomið að taka þátt.
Hvaða spurningar brenna á þér?
Hvað er álagsstýring? Þarf álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum á Íslandi? Er gjaldtaka álagsstýring eða eru það sitthvor hluturinn? Hafa ferðaþjónustufyrirtæki hag af álagsstýringu eða er álagsstýring fyrst og fremst leið til tekjuöflunar fyrir ríkisvaldið? Er álagsstýring eitthvað sem sett er á áfangastaði víða um land í einu eða á einstaka áfangastaði út frá þörf hverju sinni? Hvaða tæki til álagsstýringar eru í boði? Getur álagsstýring bætt samskipti ferðamanna og heimamanna? Er álagsstýring nauðsynleg til að vernda náttúru áfangastaða? Eykur álagsstýring gæði eða bætir upplifun ferðamanna? Er álagsstýring og fjöldatakmarkanir það sama? Eru bílastæðagjöld alltaf, stundum eða aldrei álagsstýring? Hvað segir ný ferðamálastefna um álagsstýringu á áfangastöðum? Hvaða ábyrgð bera landeigendur og umsjónaraðilar áfangastaða? Er ábyrgð á stýringu áfangastaða í eigu ríkisins á hendi sama ráðuneytis eða stjórnsýslustofnunar eða margra? Hvernig er framtíðarsýn mismunandi hagsmunaaðila um álagsstýringu á áfangastöðum?
Hvaða spurningum um álagsstýringu vilt þú fá svar við? Skráðu þig til leiks og komdu þínum sjónarmiðum á framfæri í samtalinu um framtíð ferðaþjónustu.
Erlendir og innlendir fyrirlesarar
Hér má sjá nokkra af þeim fyrirlesurum sem fram koma á Ferðaþjónustudeginum 2024. Þar á meðal munu fyrirlesarar frá Department of Conservation í Nýja Sjálandi, Visit Scotland og National Park Service í Bandaríkjunum segja frá skipulagi álagsstýringar á ferðamannastöðum í þessum þremur löndum, rýna í raundæmi og fjalla um reynslu af útfærslu og framkvæmd stýringar á álagi í samhengi við ávinning og áskoranir ferðaþjónustufyrirtækja. Alls telur ráðstefnan 10 erindi og kynningar, ásamt vinnustofu og umræðupanelum þar sem m.a. koma fram ráðherrar ferðamála og umhverfismála. Dagskrá ráðstefnunnar í heild er að finna hér: Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024
Tryggðu þér miða í dag
Miðasala og verð
Almennt verð á ráðstefnuna er kr. 14.900
Miðasala fer fram í miðasölugátt Hörpu.
Ráðstefnugestum er bent á að mögulegt er að sækja styrki eða endurgreiðslu á ráðstefnugjaldi og ferðakostnaði til stéttarfélaga og starfsmenntasjóða. Rétt er að geta þess að úthlutunarreglur eru breytilegar eftir sjóðum. Upplýsingar um styrki starfsmenntasjóða er að finna á Áttin.is
Innifalið í miðaverði eru morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og léttar veitingar í lok dags.
Staðsetning
Ráðstefnan fer fram í Silfurbergi í Hörpu. Dagskráin hefst kl. 9.00 og stendur til 16.30. Að dagskrá lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið.
Staðsetningin býður upp á næg bílastæði og gott aðgengi, auk þess sem fjöldi gististaða er í göngufjarlægð ef þörf er á fyrir gesti sem koma frá svæðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Ertu með spurningar?
Upplýsingar um ráðstefnuna veitir Skapti Örn Ólafsson upplýsingafulltrúi SAF í síma 899 2200 eða með pósti á netfangið skapti@saf.is.
Ef spurningar vakna um aðgengi, mataróþol eða annað er varðar ráðstefnustaðinn er hægt að hafa samband við Hörpu í síma 528 5000 eða með pósti á netfangið harpa@harpa.is
Um ráðstefnuna
Ferðaþjónustudagurinn 2024 er haldin á í Silfurbergi í Hörpu mánudaginn 7. október 2024, kl. 9-16:30, undir yfirskriftinni “Álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum.“
Ráðstefnan hefst stundvíslega kl. 9:00, en húsið opnar fyrir kaffisopa og afhendingu ráðstefnugagna kl. 08:30.
Ráðstefnan fer fram á íslensku fyrir utan að erindi erlendra fyrirlesara og umræðupanell þeirra í kjölfarið fer fram á ensku.
Að ráðstefnunni lokinni er gestum boðið að þiggja léttar veitingar og styrkja tengslanetið.
Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar, umfjöllunarefni, fyrirlesara, vinnustofu, umræðupanela og tímasetningar er að finna hér: Dagskrá Ferðaþjónustudagsins 2024
Ráðstefnan telur alls 10 erindi og kynningar, ásamt vinnustofu og tveimur umræðupanelum með þátttöku fyrirlesara, ráðherra og fulltrúa fyrirtækja. Öll dagskráin fer fram í Silfurbergi í Hörpu.
Öll erindi og umræðupanelar verða teknir upp og myndbönd af þeim gerð aðgengileg að ráðstefnunni lokinni.
Sérstaklega er bent á að meðal dagsrkárliða er vinnustofa þar sem gestum gefst færi á að koma sjónarmiðum sínum um álagsstýringu á framfæri og glíma við raundæmi um stýringu áfangastaða. Niðurstöður vinnustofunnar verða nýttar í vinnu við mótun álagsstýringar skv. aðgerðaáætlun nýsamþykktrar ferðamálastefnu.
Lessons and Case Studies of Visitor Use Management from Destinations Around the World
Getting the Balance Right - Lessons From the North of Scotland
Chris Taylor, Destination Development Director, VisitScotland, United Kingdom, will discuss Scotland’s tourism growth, visitor management strategies, and balancing the needs of businesses, locals, the environment, and visitors at key sites.
Chris will provide a brief overview of tourism in Scotland, highlighting key markets, recent growth, and emerging issues. It will explain how visitor management is handled at both national and local levels, outlining responsibilities and funding mechanisms. The presentation will also explore the challenge of balancing the needs of businesses, local communities, the environment, and visitors. Practical examples from key tourism sites will be used to demonstrate effective visitor management strategies in Scotland, offering insights into sustainable solutions for managing growing tourism demands.
Chris Taylor leads a team at VisitScotland, working across the Highlands and Islands, who support businesses to develop and distribute new products and experiences, and works with stakeholders to grow regional tourism economies and support a transition towards more sustainable tourism. VisitScotland’s purpose is to help drive a vibrant and dynamic visitor economy for Scotland, growing its value, and creating better places for people to live, work and visit. Before joining VisitScotland, Chris worked in economic and community development in the North of Scotland for many years, and in the Cairngorms National Park. He lives on the Black Isle, just north of Inverness, and enjoys spending as much time as possible in the outdoors, exploring Scotland.
Managed Access Systems within the U.S. National Park Service: A Case Study of Successes, Challenges, and Adaptive Visitor Use Management at Glacier National Park
Dr. Susan Sidder, Visitor Use Management Program Manager at the National Park Service, United States, will discuss visitor use management, the role of managed access reservations, and best practices from Glacier National Park’s system to optimize visitor experiences.
Susan will establish a common understanding of “visitor use” and “visitor use management” as defined by the U.S. Interagency Visitor Use Management Council. It will explore the role of managed access reservations in achieving desired visitor experiences and protecting natural resources in U.S. National Parks. The conditions leading to the use of such systems, particularly in Glacier National Park, will be examined, along with data monitoring their effectiveness. Best practices for implementing similar systems will be recommended, drawing on successes and challenges from Glacier National Park’s experience.
Dr. Susan Sidder is the Visitor Use Management Program Manager at Glacier National Park, Montana, USA. In this role, Dr. Sidder leads the development and implementation of visitor use management tools to achieve the park’s management objectives, including the park’s vehicle reservation system. Dr. Sidder advises park leadership on long-term visitor use management planning, the integration of visitor use management with the park’s transportation system, and leads the monitoring, analysis, and reporting of visitor use management data. Prior to her current role at Glacier National Park, Dr. Sidder had 10 years of combined experience working with National Parks across the United States to design social science research, quantify visitor movement patterns, and design models of visitor use. She is a member of the Interagency Visitor Use Management Council, a group designed to increase awareness of and commitment to proactive, professional, and science-based visitor use management on federally-managed lands and waters.
Protect, Connect, Thrive: New Zealand’s Department of Conservation’s Experience and Challenge in Managing Visitor Numbers at Popular Sites
Tim Bamford, Chief Advisor at the Department of Conservation, New Zealand, will discuss how DOC have responded to increasing visitor numbers over the last ten years, and implementation of different mechanisms to manage demand and experiences.
Tim will provide insights into how DOC has responded to the significant rise in visitor numbers over the past decade. He will discuss the various strategies and mechanisms that have been implemented to manage growing demand while ensuring quality visitor experiences. Tim will explore the use of tools such as visitor management systems, capacity limits, and infrastructure improvements, offering a detailed look at how DOC balances conservation efforts with the needs of increasing tourist numbers in key natural areas across New Zealand.
Tim Bamford has been closely involved in managing visitors and visitor pressure on public conservation land for the last decade. In his previous role he was the director of heritage and visitors at DOC, has been instrumental in developing DOC‘s visitor strategy, and has been closelyinvolved in managing visitor pressure across Aotearoa including places like Milford Sound, and initiating and implementing New Zealand‘s international visitor levy. He is currently supporting the Department to refocus its visitor infrastructure to ensure it meets visitor needs, manages pressure, and is environmentally and financially sustainable.
Aðstandendur ráðstefnunnar
Samtök ferðaþjónustunnar halda árlega ráðstefnu undir merkjum Ferðaþjónustudagsins sem fjöldi hagsmunaaðila sækir árlega, þar á meðal eigendur og starfsfólk fyrirtækja í ferðaþjónustu, stjórnmálamenn, starfsfólk ráðuneyta, sveitarfélaga og stofnana sem snerta ferðaþjónustu, fjárfestar, rannsóknaraðila og aðrir sem áhuga hafa á atvinnugreininni.
Að þessu sinni halda SAF ráðstefnuna í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvallaþjóðgarð, en þessir aðilar hafa átt í góðu samtali um áskoranir í tengslum við álagsstýringu á fjölsóttum ferðamannastöðum síðustu mánuði í kjölfar vinnu við aðgerðaáæltlun nýsamþykktrar ferðamálastefnu.
Samstarfsaðilarnir telja að mikilvægt sé að vinna að góðu samtali milli allra hagaðila um áskoranir og mögulega kosti og galla álagsstýringar á áfangastöðum til að byggja sem best undir þá áframhaldandi vinnu við málefnið sem mælt er fyrir um í ferðamálastefnunni.
Markmið ráðstefnunnar er því að auka þekkingu allra sem að málefninu koma hérlendis, meðal annars með því að fá dæmi um lausnir og reynslu erlendis frá, styrkja samtal milli aðila og draga fram mögulegar áskoranir sem líklegt er að muni þurfa að fást við hérlendis til framtíðar.
Aðstandendur ráðstefnunnar koma allir að ferðaþjónustu og skipulagi, stýringu og nýtingu áfangastaða á einhvern hátt.
Samtök ferðaþjónustunnar eru málsvari ferðaþjónustufyrirtækja á Íslandi. SAF gæta sameiginlegra hagsmuna félagsmanna sinna gagnvart stjórnvöldum, vinna að því að fyrirtækin búi við samkeppnishæf starfsskilyrði og stuðla að því að ferðaþjónusta á Íslandi grundvallist á virðingu fyrir landi og þjóð. Nýting ferðaþjónustuaðila á áfangastöðum er grundvallarþáttur verðmætasköpunar atvinnugreinarinnar fyrir samfélagið. Bæði ferðaþjónustufyrirtækin sem standa að SAF og samfélagið í heild hafa því skýra hagsmuni af því að nýting áfangastaða sé sjálfbær og að stýring og möguleg gjaldtaka í samhengi við stýringu sé unnin af skynsemi og með hagsmuni fyrirtækjanna í huga.
Ferðamálastofa er ríkisstofnun og fer með stjórnsýslu ferðamála samkvæmt lögum sem um hana gilda. Ferðamálastofa skal með starfsemi sinni fylgjast með og stuðla að þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar grunnstoðar í íslensku samfélagi að teknu tilliti til þolmarka íslenskrar náttúru og samfélags. Meðal helstu verkefna má nefna rannsóknir, greiningar og miðlun upplýsinga og gagna, m.a með Mælaborði ferðaþjónustunnar, fræðslu- og kynningarstarf, leyfisveitingar til ferðaskrifstofa og ferðasala dagsferða, tryggingar ferðaskrifstofa, almannavarnir og öryggismál, öryggisáætlanir fyrirtækja, þróunar- og átaksverkefni, umsýsla sjóða og svæðisbundin þróun og markaðssetning.
Umhverfisstofnun þjónustar fólk og náttúru í þágu umhverfisverndar. Umhverfisstofnun starfar að margþættum málaflokkum umhverfismála, þ.á.m. náttúruvernd sem er ein af fjórum áherslum í stefnu Umhverfisstofnunar. Áherslan snýst fyrst og fremst um vernd líffræðilegrar fjölbreytni og bætta upplifun á sérstöðu náttúrunnar. Umhverfisstofnun hefur umsjón með fjölda friðlýstra svæða á Íslandi sem eru vernduð út frá mismunandi forsendum. Vernargildi getur verið fólgið í viðkvæmum vistkerfum og lífríki, jarðfræðilegum fyrirbærum, landslagi, víðerni og fleiri þáttum. Sérstaða svæðana laða að sér fólk og tryggja þarf að verndargildi svæða raskist ekki þrátt fyrir álag vegna heimsókna ferðamanna.
Vatnajökulsþjóðgarður var stofnaður árið 2008. Hann nær yfir allan Vatnajökul, stór svæði í nágrenni hans og fjölmörg sveitarfélög. Þjóðgarðar eru friðlýst svæði sem teljast sérstæð vegna náttúrufars eða sögulegrar helgi. Sérstaða Vatnajökulsþjóðgarðs felst einkum í samspili elds og íss. Innan Vatnajökulsþjóðgarðs starfar fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja við að kynna ferðamönnum áfangastaði innan þjóðgarðsins, sem eru misaðgengilegir og hafa mismunandi aðdráttarafl og áskoranir.
Þingvallaþjóðgarður var stofnaður árið 1930 og í lögum kemur fram að hið friðlýsta land skuli ævinlega vera eign íslensku þjóðarinnar undir vernd Alþingis. Árið 2004 voru Þingvellir samþykktir á heimsminjalista UNESCO fyrir einstakt menningarminjalandslag og tengsl við sögu og menningu íslensku þjóðarinnar. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum er einn af fjölsóttustu ferðamannastöðum landsins þar sem yfir milljón gesta koma árlega til að kynnast betur einum mesta sögustað og náttúruperlu Íslands.