Breki Logason

Breki Logason, framkvæmdastjóri Your day tours

Breki Logason er framkvæmdastjóri og einn eigenda ferðaþjónustufyrirtækisins Your Day Tours. Hann stofnaði fyrirtækið ásamt bræðrum sínum árið 2015 og einblína þeir aðallega á dagsferðir.

Breki er 36 ára og starfaði lengi sem blaða- og fréttamaður á helstu fjölmiðlum landsins. Hann hefur víðtæka stjórnunarreynslu úr þeim geira en hann er meðal annars sá yngsti sem gegnt hefur stöðu fréttastjóra Stöðvar 2. Hann hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum og unnið sem hugmynda- og textasmiður á auglýsingastofu. Breki er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík.

„Ferðaþjónustan er okkar öflugasta atvinnugrein og hér á landi starfa ferðaþjónustufyrirtæki á heimsmælikvarða. Greinina þarf áfram að byggja upp af þeim krafti sem verið hefur og afar mikilvægt er að við sem í henni störfum vinnum að því markmiði saman. Þegar þrengir að á mörgum stöðum er mikilvægt að standa vörð um það sem vel er gert. Samtök Ferðaþjónustunnar spila lykilhlutverk í því að sinna hagsmunagæslu fyrir greinina alla, líka okkur litlu aðilana – og ég vil taka þátt í þeirri vinnu. Ég tel að reynsla mín sem fjölmiðlamaður og sú vegferð sem ég hef verið á síðustu ár við að byggja upp frá grunni öflugt fyrirtæki í greininni muni nýtast vel í þeirri baráttu sem framundan er. Góðar stundir.“