Ingibjörg Ólafsdóttir

Ingibjörg Ólafsdóttir, hótelstjóri Radisson Blu Hótels Sögu

Kæru félagar,

Þetta er í annað sinn sem ég býð mig fram í stjórn SAF. Framboðsræðan síðast snerist um fasta liði eins og venjulega, sterkt gengi krónunnar, handahófskenndar gjaldtökuáætlanir, sparlegar fjárveitingar og þessháttar. Hljómar kunnuglega ekki satt! Og enn er vegið að þessari viðkvæmu atvinnugrein, aðgerðir í kjarabaráttu beinast eingöngu að fyrirtækjum í ferðaþjónustu og eru þess eðlis að erfitt er að bregðast við þeim án þess að skaða reksturinn. Alvarlegri er þó skaðinn fyrir ferðaþjónustuna í heild og allt þjóðfélagið til lengri tíma litið, það vitum við sem lengi höfum starfað í greininni. Varnarleysi okkar er algert, barist fyrir því að allir geti framfleytt sér á sómasamlegan hátt, en húsnæðisverð, sem við í ferðaþjónustu höfum engin áhrif á er aðal hindrunin.

Eftir tveggja ára stjórnasetu, og sem varaformaður undanfarna mánuði, finnst mér ég geti gert meira gagn með áframhaldandi setu. Þótt margt gott hafið áunnist er svo mikið eftir og ferðaþjónustan þarf að fá meiri athygli og sterkari langtímastefnu.

Ég vona að ég fái ykkar stuðning til að berjast áfram fyrir okkur í SAF og hjálpa til við að stuðla að samkeppnishæfu og góðu rekstrarumhverfi.