Jakob Einar Jakobsson

Jakob Einar Jakobsson

Jakob Einar Jakobsson, eigandi Jómfrúarinnar

Jakob er framkvæmdastjóri og annar eigandi Jómfrúarinnar, þess rótgróna veitingastaðar í miðborg Reykjavíkur. Jakob hefur setið í stjórn SAF undanfarið ár.

Jakob er fæddur árið 1983 og hefur verið viðloðandi veitingarekstur frá árinu 2003, aðallega á Jómfrúnni, en hann hefur líka komið að rekstri annarra staða hvort sem er í hlutverki meðeiganda, framkvæmdastjóra eða ráðgjafa. Í þessu samhengi ber hæst að nefna opnun veitingastaðar í Hörpu í Reykjavík 2011 þar sem hann var eigandi og framkvæmdastjóri í þrjú ár.

Undanfarið ár hefur Jakob setið í stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar og fóstrað veitinganefnd samtakanna.

Jakob lauk BS gráðu í rekstri og stjórnun með áherslu á íþróttir (sport management) árið 2008 og MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík árið 2015.

Meðfram námi í Osló (2005-2008) starfaði Jakob m.a. við fararstjórn og stjórnarsetu í nefndum á vegum Skíðasambands Íslands, hjá X event viðburðafyrirtæki, hjá Glitni banka í viðburðadeild og við lýsingar skíðamóta og skrif hjá RÚV sjónvarp.