
Aðalfundur Samtaka ferðaþjónustunnar fer fram fimmtudaginn 29. apríl 2021.
Stefnt er að því að halda aðalfundinn með hefðbundnum hætti á Grand Hótel Reykjavík, en í ljósi núverandi samkomutakmarkana kann að vera að fundurinn verði rafrænn.
Samkvæmt lögum SAF skal stjórn samtakanna skipa kjörnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa og hafa yfirumsjón með stjórnarkjöri á aðalfundi samtakanna.
Í kjörnefnd sitja:
- Eva María Þórarinsdóttir Lange, Pink Iceland, formaður
- Rannveig Grétarsdóttir, Elding hvalaskoðun
- Steingrímur Birgisson, Höldur bílaleiga
Kjörnefnd auglýsir hér með eftir framboðum til stjórnar SAF fyrir starfsárin 2021 – 2023. Samkvæmt lögum SAF skal stjórnarkjöri þannig háttað að annað hvert ár skal kjósa formann og þrjá meðstjórnendur en hitt árið eru hinir þrír meðstjórnendurnir í kjöri.
Að þessu sinni eru 3 meðstjórnendur í kjöri, en formaður SAF var kjörinn til tveggja ára á aðalfundi árið 2020. Þeir tveir frambjóðendur til stjórnar sem ekki hljóta kosningu, en næstir koma þeim sem ná kjöri, teljast varamenn í stjórn til eins árs fram að næsta aðalfundi.
Framboð skulu hafa borist kjörnefnd skriflega eða rafrænt 14 dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 15. apríl 2021.
- Hægt er að senda framboð á netfangið saf@saf.is eða á kjörnefndarmenn beint, en netföng þeirra eru hér að ofan.
Samkvæmt lögum SAF ber kjörnefnd að tilkynna félagsmönnum tillögur sínar í síðasta lagi sjö dögum fyrir aðalfund, eða fimmtudaginn 22. apríl 2021.