Er fjölgun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu aðalorsök húsnæðisvandans?
Af stjórnmálaumræðunni mætti ráða að ferðaþjónusta sé sérstök orsök fjölgunar erlends starfsfólks á Íslandi á árunum 2017-2023 og sé því meginorsök aukins þrýstings á húsnæðismarkað umfram aðrar atvinnugreinar.
Það er hins vegar ekki rétt.
Opinber gögn um fjölgun erlends starfsfólks á Íslandi og gögn um íbúaþróun árin 2017-2023 ár sýna að
- Erlendu starfsfólki hjá hinu opinbera hefur fjölgað álíka mikið og í ferðaþjónustu
- Erlendu starfsfólki í iðnaði hefur fjölgað álíka mikið og í ferðaþjónustu
- Fjölgun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu var aðeins 10% af heildar fólksfjölguninni
- Erlendu starfsfólki í öðrum atvinnugreinum fjölgaði samanlagt þrefalt á við ferðaþjónustu
- Að jafnaði fjölgaði aðeins um 763 erlenda starfsmenn á ári í ferðaþjónustu
- Hlutfall erlends starfsfólks í flestum atvinnugreinum á Íslandi er um og yfir 30%
Opinber gögn sýna því að fjölgun erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er ekki mikið meiri en hjá hinu opinbera og lítill hluti af heildar íbúafjölguninni. Fjölgun í ferðaþjónustu er því ekki sérstök orsök þrýstings á húsnæðismarkað umfram aðrar atvinnugreinar eða aðra íbúafjölgun almennt.
Að “koma böndum á” ferðaþjónustu mun því ekki leiða til áhrifamikillar lausnar á húsnæðisvandanum. Að halda slíku fram er bæði rangt og óábyrgt. Mun fleiri og flóknari áhrifaþættir liggja til grundvallar úrlausnarefninu.
Hér að neðan eru fimm staðreyndir um ferðaþjónustu, erlent starfsfólk og húsnæðismarkað. Hægt er að deila myndinni á samfélagsmiðlum með því að nota rauða “Deila” takkann neðst á myndinni. Einnig má opna hana í vafra hér: https://infogram.com/stadreyndir-um-ferdathjonustu-og-fjolgun-erlends-starfsfolks-1hnq41o38r3wp23?live
Hægt er að nálgast allar myndirnar á facebook síðu SAF