SAF leita eftir nýjum framkvæmdastjóra

Samtök ferðaþjónustunnar óska eftir að ráða framkvæmdastjóra. Starfið er krefjandi og fjölbreytt leiðtogastarf. Þörf er á öflugum einstaklingi sem er tilbúinn að leggja sitt af mörkum við að leiða áframhaldandi uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu.

Starfs- og ábyrgðarsvið:

 • Talsmaður SAF
 • Dagleg stjórnun og rekstur SAF
 • Eftirfylgni ákvörðunar stjórnar, stefnu og aðgerðaráætlun SAF
 • Samskipti við hagsmunaaðila, stjórnvöld, fjölmiðla og félagsmenn
 • Kynningarmál og samskipti við fjölmiðla
 • Gerð kjarasamninga í samvinnu við SA

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi
 • Víðtæk þekking og reynsla af rekstri og stjórnun
 • Frumkvæði, metnaður, sjálfstæði og agi í vinnubrögðum
 • Framúrskarandi samskiptahæfileikar
 • Þekking á kjaramálum er kostur
 • Leiðtogahæfni
 • Færni í að greina og miðla upplýsingum
 • Traust og trúverðug framkoma
 • Góð færni í íslensku og ensku

Upplýsingar veitir:

Katrín S. Óladóttir
katrin@hagvangur.is

Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 18. mars nk.

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknir og fyrirspurnir verða meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.